Aðsent efni

Billegur áróður þingmanns Samfylkingarinnar

Nú í aðdraganda alþingiskosninga er kunnuglegt stef farið að hljóma úr ranni vinstriflokkanna gegn íslenskum sjávarútvegi. Aðförin að greininni, og þar með lífsviðurværi mörg þúsund Íslendinga landið um kring, byggir á því að þjóðin fái ekki nægjanlega mikið í sinn hlut af arði fiskveiðiauðlindarinnar. Á þeim nótum var grein Guðjóns S Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hann birti í héraðsmiðlum Norðvesturkjördæmis í síðustu viku.
Meira

Horfðu á HM veðurtepptir í Drangey :: Liðið mitt Halldór Halldórsson

Halldór Halldórsson héraðsdómari á Sauðárkróki fékk áskorun frá Hrafnhildi Guðnadóttur að svara nokkrum laufléttum spurningum í þættinum Liðinu mínu hér í Feyki og tók hann því vel. Halldór hefur verið öflugur í starfsemi körfuknattleiksdeildar Tindastóls í gegnum árin en þeir sem komnir eru til vits og ára muna líka eftir honum í markmannsgalla FH og Tindastóls, fyrir, ja, nokkrum árum skulum við segja. Manchester United er í uppáhaldi hjá kappanum og er hann nokkuð sáttur við gengi liðsins í dag.
Meira

Fljót í Skagafirði :: Áskorendapenninn Björn Z. Ásgrímsson - Fljótamaður og Siglfirðingur

Fljótin eru útvörður Skagfirska efnahagssvæðisins í austri. Fyrr á öldum og allt fram til ársins 1898 var þetta einn hreppur, ýmist nefndur Fljótahreppur eða Holtshreppur, og talinn með stærri hreppum landsins. Vesturmörkin voru við Stafá og austurmörkin við Sauðanes. Með konungstilskipun 1826 voru austurmörkin færð að Almenningsnöf í landi Hrauna. Sú landfræðilega afmörkun Fljóta til austurs og vesturs hefur haldist þannig síðan.
Meira

Útgerðin kemst billega frá borði :: Guðjón S. Brjánsson skrifar

Grænlendingar hafa gert fjögurra ára fiskveiðisamning við Evrópusambandið sem greiðir u.þ.b. 119 krónur á hvert veitt kg þorskígildis. Það sem íslenska ríkið fær aftur á móti í gegnum veiðigjald og tekjuskatt vegna nýtingar á auðlind sinni er meira en fjórfalt lægri upphæð eða um 27 krónur. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um óeðlilega skiptingu auðlindarentunnar í umhverfi íslensks sjávarútvegs?
Meira

Hvar vilt þú búa?

Að alast upp í litlu sjávarþorpi veitti mér ómetanlega lífsánægju. Þó var samtal milli unglingana í þorpinu svo oft þannig að allt það sem ég elskaði við þorpið mitt var sett í sorglegt ljós. Við töluðum um að festast ekki fyrir vestan. Eina leiðin til að eiga heillavænlega framtíð væri að fara suður í nám og finna vinnu í bænum. Þessi ímynd af því að festast fyrir vestan var það versta sem krakkarnir gátu ímyndað sér.
Meira

Annaðhvort gýs eða ekki - Leiðari Feykis

Það hefur mikið gengið á á Reykjanesinu eins og öllum ætti að vera kunnugt. Órói, gosórói og óróapúlsar mælast á tækjum Veðurstofunnar og almenningur fylgist spenntur með framvindu mála. Þá má nú ekki gleyma öllum sviðsmyndunum sem dregnar hafa verið upp um yfirvofandi atburðarrás. Hvort gos sé í vændum eða ekki er erfitt að segja og alveg sérstaklega svona fyrirfram. Það eina sem vitað er með vissu er að það mun gjósa, kannski á morgun eða eftir viku, mánuð, ár eða öld, enginn veit. Vissulega mun gjósa.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Seyla á Langholti

Þetta bæjarnafn kemur mjög víða fyrir í fornum skjölum og brjefum, og er ritað með y (ekki i. Sjá Dipl. Ísl. VIII. b., bls. 231 og víðar. Dipl. Ísl. VII. b., bls. 773 og víðar). Sem bæjarheiti kemur það aðeins fyrir í Skagafjarðarsýslu, og má telja það merkilegt mjög.
Meira

Samstaða og bjartsýni í Húnaþingi vestra - Áskorandi Guðmundur Haukur Sigurðsson Hvammstanga

Í upphafi nýs árs þá tíðkast gjarnan að líta um öxl og eins að horfa aðeins fram á veginn. Við hér í Húnaþingi vestra höfum tvö síðustu ár þurft að fást við ýmiss krefjandi verkefni sem reynt hafa á íbúana og þeir sýnt hvers þeir eru megnugir. Rifjum upp þrennt sem mér finnst standa upp úr.
Meira

Sterkir innviðir – góð búsetuskilyrði

Í starfi mínu í bæjarstjórn Vesturbyggðar er mér tíðrætt um innviði og uppbyggingu þeirra. Hvers vegna? Segja má að umræða um mál tengd innviðum sé algeng í mínu nærumhverfi þar sem hnignun hafði verið viðvarandi um nokkurt skeið í sveitarfélaginu. Það sem gerist við slíkar aðstæður er að innviðir fúna.
Meira

Öflug samvinna um farsæld barna

Þessa dagana er til umfjöllunar í velferðarnefnd frumvarp frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með fylgir frumvarp um stofnun Barna- og fjölskyldustofu og frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Meira