Aðsent efni

Jafnaðarstefnan er líka fyrir bændur | Jóhanna Ösp Einarsdóttir skrifar

Ég hef verið í rekstri á sauðfjárbúi síðan árið 2009. Fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum sem hefur gengið þokkalega, en ekkert meira en það. Við vinnum öll utan búsins líka og rekum okkur alfarið á tekjum sem koma utan búsins. Búið rekur sig að mestu leiti sjálft, enda engin lán á rekstrinum og samstíga fólk sem þar starfar.
Meira

Áskorun til verðandi alþingismanna | Magnús Jónsson skrifar

Á nýlega afstöðnum landsfundi Landssambands smábátaeiganda (LS) var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða af um 70 fulltrúum allra þeirra 16 svæðisfélaga sem eiga aðild að LS:
Meira

Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi.
Meira

Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn.
Meira

Stundum skilur maður ekki baun | Leiðari 42. tbl. Feykis

„Ameríkanar eru klikk!“ sagði Steinríkur þegar hann og Ástríkur höfðu kynnst heimamönnum eftir að hafa óvart rambað á þessa sérkennilegu nýju heimsálfu. Það er ekki alveg pottþétt að hann hafi haft rétt fyrir sér en heldur ekki ómögulegt..
Meira

Fræðsluskylda í stað skólaskyldu | Eldur Smári Kristinsson skrifar

Við viljum öll að börnin okkar læri að hugsa sjálfstætt og geti nýtt hæfileika sína og áhugasvið til að blómstra. Við hljótum að óska þess að þau siðferðislegu gildi sem þau fá í veganesti muni leiða þau áfram til blessunar og hamingju. Grunnurinn að góðu samfélagi eru góð gildi. Samfélag er ekki frjálst ef það er undirlagt af glæpum, spillingu eða aftengingu við gott siðgæði. Við viljum búa ungmennin okkar undir það gríðarlega verk að stjórna samfélaginu í framtíðinni og þá er eins gott að við höfum gert vel við þau, svo þau sjái vel um okkur í framtíðinni.
Meira

Hjartsláttur sjávarbyggðanna | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag.
Meira

Söfnun á lífrænum úrgangi frá landbúnaði | Einar E. Einarsson skrifar

Mig langar að setja á blað nokkur orð um þá þjónustu sem er í boði í Skagafirði á söfnun sjálfdauðra dýra frá búrekstri til að útskýra hvaða sjónarmið liggja að baki núverandi fyrirkomulagi og áformum um breytingar á því.
Meira

Hegðaði sér eins og einræðisherra | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar.
Meira

Framsókn í farsæld | Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Nú eftir dramatísk stjórnarslit er blásið til kosninga til Alþingis eftir þriggja ára kjörtímabil. Við í Framsókn göngum til kosninga af jákvæðni og bjartsýni. Jákvæð af því að við höfum góða sögu að segja. Bjartsýn því við sjáum að við erum á réttri leið út úr efnahagslægð síðustu missera og áfalla. Við höldum áfram og segjum „þetta er allt að koma!“ Það er vegna þess að við höfum verkfæri og hæfni til að standa við þau orð.
Meira