Auðlindagjald eða landsbyggðarskattur?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
04.10.2017
kl. 09.28
Í febrúar s.l. lagði undirrituð fram fyrirspurn á Alþingi til umhverfis- og auðlindaráðherra sem sneri að skilgreiningu á auðlindum Íslands og hvaða auðlindir borga auðlindagjald. Það kom ekki á óvart að af sex skilgreindum náttúruauðlindum er auðlindagjald í formi skattlagningar eingöngu lagt á auðlindir sjávar, sbr. lög um veiðigjöld, nr. 74/2012. Í svarinu kom svo fram að náttúruauðlindir landsins séu flokkaðar í sex yfirflokka, eða náttúruauðlindir a) lands, b) hafs, c) stranda, d) vatns, e) orkuauðlindir og f) villt dýr, þ.m.t. fiskar, fuglar og spendýr. Þessum flokkum er síðan skipt í fjölmarga undirflokka
Meira