Aðsent efni

Mennt er máttur!

Menntun á að vera öllum aðgengileg óháð aldri, búsetu og efnahag. Allir eiga að geta lært það sem þá langar til, þar sem þá langar til. Til að það sé hægt þarf að standa vörð um rekstur framhaldsskólanna um land allt og bjóða upp á fjölbreytt nám. Nám á framhaldsskólastigi þarf í auknum mæli að vera einstaklingsmiðað og hagnýtt, auk þess sem auka þarf námsframboð tengt iðn- og tæknimenntun og skapandi greinum. Með því búum við okkur undir samfélags- og tæknibreytingar framtíðarinnar. Talið er að meirihluti þeirra sem eru börn í dag muni í framtíðinni gegna störfum sem enn eru ekki til.
Meira

Kjóstu!

Ég hvet alla, sem lesa þessar línur, til að nota kosningaréttinn. Láttu engan halda því fram að þú hafir ekkert vit á þessum málum eða að atkvæði þitt skipti ekki máli. Taktu eftir því hverju þú veitir athygli, það hjálpar þér að sjá hvað má betur fara í samfélagi okkar og hverju þú myndir vilja breyta.
Meira

Ofbeldi er samfélagsmein

Ofbeldi er stórt samfélagsmein á Íslandi og stærra er marga grunar. Við verðum að horfast í augum við meinið og takast á við það. 22% kvenna hafa upplifað kynferðis og/eða heimilisofbeldi í nánu sambandi. Ein af hverjum fjórum til fimm! Flestar konur og margir karlar hafa upplifað kynferðislega áreitni. Á fyrstu 6 mánuðum Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, komu tæplega 200 manns og leituðu ásjár. 130 konur og 79 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu í fyrra, en ekkert slíkt athvarf er til fyrir karla og börn þeirra. Árlega leita um 120 einstaklingar á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Meirihluti þeirra eru ungir þolendur sem eru 25 ára og yngri. Konur eru um 97% brotaþola. Alvarleiki brota mikill en um 70% þeirra er nauðgun og ekki er nema helmingur brotanna kærður.
Meira

Landbúnaður í sókn- Gerum betur

Heilsuprótín er ný verksmiðja við Mjólkurstöðina á Sauðárkróki, sem vinnur prótin efni úr allri þeirri mysu sem fellur til við ostagerð í mjólkurvinnslunum á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Áætluð ársframleiðsla verksmiðjunnar er um 350 tonn af prótínefni og framleiðslan fer á markað bæði hér innanlands og erlendis m.a. til stórra kaupenda í Bandaríkjunum. Verksmiðjan var opnuð formlega við hátíðlega athöfn sl.laugardag.
Meira

Byggðamál

Byggðamál snúast fyrst og fremst um að byggja upp innviði í landsbyggðunum. Gott vegasamband tryggir vöru og þjónustu að og frá landsbyggðunum og treystir atvinnuuppbyggingu. Samgöngur í lofti og á sjó tryggir enn betur öryggi íbúa landsbyggðanna. Öruggt raforkukerfi treystir viðgang atvinnulífsins. Gott fjarskiptakerfi stuðlar að jafnari stöðu allra íbúa til orðs og æðis. Traust heilbrigðis- og velferðakerfi er öllum nauðsynlegt sem og aðgengi að góðu menntakerfi. Sauðfjár- og hrossabúskapur skapar festu í mörgum byggðum.
Meira

Framtíð sauðfjárbænda

Meðal sauðfjárbænda ríkir veruleg óvissa. Óvissa um innkomu fyrir afurðir, óvissa um hvort afurðaverð í ár hrökkvi til að borga fyrir helstu nauðsynjum á venjulegu heimili, óvissa um hversu mikið heimilið verður skuldsett eftir sláturtíð. Óvissa um framtíðina.
Meira

Forsendubrestur í sauðfjárrækt

Nú sér fyrir endann á annasömum tíma í sveitum landsins. Út um allt land hafa vaskir smalar hlaupið uppi fé og rekið heim og dilkar sjaldan verið vænni að hausti. En nú horfir svo við að afurðarstöðvar hafa lækkað verð umtalsvert, eða um það bil 35%, og hafa bændur miklar áhyggjur af lífsafkomu sinni. Þeir sem hafa lagt í fjárfestingar á tækjum og húsakosti sjá fram á að geta ekki greitt af lánum að öllu óbreyttu.
Meira

Gerum betur í heilbrigðismálum

Eitt af því sem þarf að taka fastari tökum eftir komandi kosningar eru heilbrigðismál. Það er ekki síst mikilvægt fyrir dreifðar byggðir landsins. Skilgreina þarf vandlega hvaða heilbrigðisþjónusta á að vera í boði að lágmarki í öllum byggðarlögum og finna leiðir til að veita þá grunnþjónustu og bæta hana síðan jafnt og þétt. Aðgengi að heilsugæslu og læknum verður að vera tryggt alls staðar á landinu. Það er mikilvægt byggðamál.
Meira

Holóttir vegir – hol loforð

Holóttir þröngir malarvegir í rigningu og haustmyrkri eru stórhættulegir yfirferðar. Þessu kynnist maður vel nú á ferðum um kjördæmið í aðdraganda enn einna kosninganna. Þessir holóttu vegir bera gott vitni um hinn hola hljóm sem hefur verið í loforðum fyrir hverja kosningu á síðustu árum og áratugum. Það skiptir víst litlu máli þótt kosningar sé haldnar árlega, jafnvel oftar. Vegirnir eru áfram holóttir og áfram hljóma hol kosningaloforð.
Meira

Flutningur sjúkra í uppnámi

Ein mestu verðmæti hverrar þjóðar er félagsauðurinn sem hún býr yfir. Hér er um að ræða öll þau félög sem sinna margs konar verkefnum til að auka lífsgleði og lífsgæði þjóðarinnar. Íslendingar eru svo lánsamir að þessi eiginleiki nánast liggur í blóðinu, enda hefur lífsbaráttan kennt kynslóðunum að hjálpsemi, samvinna og samkennd eru grundvallaratriði til að lifa af í harðbýlu landi.
Meira