Kröfur ríkisins í eyjar og sker á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.03.2024
kl. 11.17
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar en það gerir kröfu í allar eyjar og sker, sem eru 105 talsins, á Norðurlandi vestra nema Málmey því það er í eigu ríkisins.
Meira