Ingi Sigþór gefur út sitt fyrsta lag
Ingi Sigþór Gunnarsson þekkja flestir Skagfirðingar því hann hefur verið iðinn fyrir Leikfélag Skagafjarðar á sviðinu í Bifröst í mörg ár ásamt því að troða upp hér og þar með söng og skemmtisögum í Skagafirðinum og víðar. Hann sló í gegn nú síðast í leikritinu Litla hryllingsbúðin en þar fór hann með hlutverk Baldurs Snæs.
Nú hefur Ingi Sigþór tekið stórt skref og gefið út sitt eigið lag sem nefnist ,,Fyrir þig" en það var frumflutt á Spotify í gær við góðar undirtektir þeirra sem hlustað hafa á.
Á Facebook-síðunni hans Inga segir hann ,,Jæja kæru vinir, á föstudaginn í næstu viku þann 28. júní mun ég gefa út mitt fyrsta lag! Lagið heitir “Fyrir þig” og textinn er eftir mig sjálfan á meðan lagið er erlent. Lagið er blanda af söng og smá rappi og fjallar um strák sem gæfi hvað sem er til að fá draumastelpuna til sín. Hlakka til að deila þessu með ykkur!".
Hér er hægt að hlusta ef þú ert með Spotify aðgang.
Til hamingju með gott lag Ingi - hlökkum til að heyra meira frá þér í famtíðinni
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.