A-Húnavatnssýsla

Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum?

Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Meira

Hvaða framúrskarandi menningarverkefni hlýtur Eyrarrósina 2025?

Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair auglýsa nú í nítjánda sinn eftir umsóknum um Eyrarrósina, viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni í landsbyggðunum. Horft er til þess að verkefnið hafi fest sig í sessi, verið starfrækt í yfir þrjú ár og hafi áhrif á menningarlíf á sínu landssvæði. Umsóknarfrestur um Eyrarrósina og hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar er til kl. 16:00 mánudaginn 24. mars
Meira

Hvað vilja bændur sjálfir? | Sigurjón Þórðarson skrifar

Landbúnaður er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein og því áríðandi að skapa skilning og víðtæka sátt um greinina. Í umræðunni fer hátt að reyna eigi til þrautar á lögmæti umdeildra laga sem fólu það í sér að fella úr gildi samkeppnislög um kjötafurðastöðvar. Lögin voru dæmd ólögleg í héraði enda voru þau ekki sett með réttum stjórnskipulegum hætti. Engu að síður þá eru enn háværar raddir þess efnis að það eigi láta reyna á niðurstöðu Hæstaréttar í málinu vegna nauðsynjar þess að ná fram verkaskiptingu og hagræðingu við slátrun búfjár.
Meira

Króksbíó sýnir myndina CAPTAIN AMERICA - Brave new world í kvöld

CAPTAIN AMERICA: Brave new world verður sýnd í kvöld mánudaginn 3. mars, í Króksbíói kl. 20:00. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðu Króksbíós.
Meira

Deildarfundir hjá Kaupfélagi Skagfirðinga

Deildarfundir eftirtalinna félagsdeilda Kaupfélags Skagfirðinga verða haldnir sem hér segir:
Meira

Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins er einn fjórði Húnvetningur

Sjálfstæðismenn halda nú sinn 45. landsfund í Laugardalshöllinni í Reykjavík og þar lauk í hádeginu formannskjöri flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr formaður Sjálfstæðisflokksins en hún hafði betur í hnífjafnri kosningu gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Aðeins munaði 19 atkvæðum á þeim stöllum en alls skiluðu 1.858 manns atkvæðaseðli í kosningunni.
Meira

Ekkert ferðaveður í kortunum

Það gengur á með éljum á Norðurlandi vestra og veðurspáin gerir ráð fyrir vetrarveðri með snjókomu og stífum vindi næstu tvo sólarhringana eða svo. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra frá kl. 23 í kvöld sem stendur til kl. 6 í fyrramálið en þá tekur við gul viðvörun eitthvað fram eftir morgni. Holtavörðuheiði er lokuð sem stendur og óvíst hvenær hún verður opnuð aftur..
Meira

Króksbíó sýnir myndina ÞEGAR JÖRÐIN SPRAKK Í LOFT UPP í dag

ÞEGAR JÖRÐIN SPRAKK Í LOFT UPP verður sýnd í dag, sunnudaginn 2. mars, í Króksbíói kl. 15:00 með Íslensku tali. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðu Króksbíós.
Meira

Lið Húnvetninga reyndist rjómabollan sem lið KV gleypti í dag

Það var tímamótaleikur í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem lið KV og Kormáks/Hvatar leiddu sína gæðinga saman í fyrsta skipti á KR-vellinum. Svo virðist sem vallaraðstæður og heimavöllurinn hafi hentað liði Knattspyrnufélags Vesturbæjar betur en norðanmönnum því leikurinn endaði 8-1.
Meira

Höskuldur með lægsta númerið hjá lögreglunni

Í dag, 1. mars 2025, verða þau merku tímamót að Blönduósingurinn Höskuldur B. Erlingsson, aðalvarðstjóri Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, er sá lögreglumaður á Íslandi sem er með lægsta lögreglunúmerið en hann er númer 8203. Sagt er frá þessu á Facebook-síður LNV.
Meira