A-Húnavatnssýsla

Kíkt í leikhús | Árshátíð Húnaskóla 2025

Fimmtudaginn 27. febrúar síðastliðinn var árshátíð Húnaskóla haldin. Eins og við mátti búast var boðið upp á mikla veislu fyrir augu, eyru og maga. Stappfullt félagsheimili sannaði það að íbúar Húnabyggðar vita að von er á góðu á þessum viðburði.
Meira

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Hólum 2026

Stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer að Hólum í Hjaltadal í 5.-12. júlí 2026, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Hátíðarpottinn

Hátíðapotturinn er stuðningur fyrir íslenskar tónlistarhátíðir til þess að bjóða erlendum blaðamönnum til landsins með það að markmiði að koma íslenskum tónlistarhátíðum og tónlist á framfæri og efla alþjóðleg tengsl. Auk blaðamanna geta hátíðir einnig sótt um fyrir þátttöku listrænna stjórnenda eða annarra lykilaðila ef það þjónar því markmiði að koma íslenskri tónlistarmenningu á framfæri.
Meira

Húnaþing vestra úthlutar úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði

Á 1237. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sem haldinn var 10. febrúar sl. var úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Alls bárust sex umsóknir og sótt var um alls kr. 8.470.000. Til úthlutunar voru kr. 2.500.000 sem er hækkun um 500 þúsund frá fyrra ári.
Meira

Sláturhús | Guðrún Lárusdóttir bóndi skrifar

Þessa dagana er deilt um hvort eigi og megi hagræða í slátrun sauðfjár og nautgripa á Íslandi. Síðustu ár hefur verið rekin slátrun fyrir sauðfé í fimm sláturhúsum á Norðurlandi og nautgripum slátrað í fjórum sláturhúsum. Það er því augljóst að tækifæri eru fyrir hendi til að hagræða í slátrun á svæðinu, bændum og neytendum til hagsbóta.
Meira

Anna María Magnúsdóttir ráðin forstöðumaður heimilis fyrir fatlað fólk á Blönduósi

Anna María Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns heimilis fyrir fatlað fólk á Blönduósi. Anna María er með sjúkraliðapróf og hefur lokið námi í skrifstofuskóla Farskóla Norðurlands vestra.
Meira

Spánverjar höfðu betur gegn Íslandi

Íslenska U17 landslið stúlkna lék annan leik sinn í seinni umferð riðlakeppninnar í dag þegar þær mættu liði heimastúlkna frá Spáni. Þær spænsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum en tókst aðeins að koma boltanum í mark Íslands í eitt skipti. Lokatölur því 1-0 fyrir Spán og Ísland hefur því tapað báðum leikjum sínum hingað til með eins marks mun.
Meira

1238:The Battle Of Iceland á ITB ferðasýningu í Berlín

ITB Berlin ferðasýningin var haldin dagana 3. - 6. mars í Berlín Þýskalandi en þessi sýning er stærsta sinnar tegundar í heimi fyrir ferðamannaiðnaðinn þ.e. hótel, ferðamálaráð, ferðaskrifstofur, ferðaþjónustuaðila, bílaleigur ásamt ýmsu öðru sem tengist honum. Á staðnum voru hátt í 5.600 sýnendur að kynna sig og sitt fyrirtæki frá 190 löndum og segir á síðunni þeirra að yfir 100.000 manns hafi sótt sýninguna heim að þessu sinni.
Meira

Starfsfólk Textílmiðstöðvarinnar heimsækir Borås í Svíþjóð

Stelpurnar í Textílmiðstöð Íslands, Þekkingasetrið á Blönduósi, sögðu frá því í byrjun mars á Facebook-síðunni sinni að þær séu nýkomnar heim frá Svíþjóð, nánar tiltekið Borås, vegna fundar í ,,Norðurslóðarverkefninu" Threads sem er mjög áhugavert verkefni. THREADs - Interreg NPA (,,Þræðir") er þriggja ára verkefni þar sem markmiðið er að draga verulega úr textílúrgangi.
Meira

Heilasprotar og Hugaldin | Rúnar Kristjánsson skrifar

Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd er flestum duglegri við að setja saman vísur og ljóð og sendir Feyki til birtingar. Reglulega smalar hann nokkrum vísum saman í skjal, kannski á mánaðarfresti eða svo, og nú hefur Feykir fengið leyfi frá honum til að birta þá þætti hér á Feykir.is eftir að þeir hafa birst í pappírsútgáfu Feykis.
Meira