A-Húnavatnssýsla

Fjögur verkefni fá styrk frá Norðurlandi vestra

Á vef Stjórnarráðsins segir að Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum kr. til þrettán fjölbreyttra verkefna til að efla byggðir landsins. Framlag til styrkjanna kemur af byggðaáætlun (aðgerð C.1 – Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða). Alls bárust nítján umsóknir fyrir um 437 m.kr. en heildarkostnaður verkefnanna var rúmlega 800 m.kr. Af þessum þrettán verkefnum eru fjögur þeirra frá Norðurlandi vestra: Orkuskipti í Húnaþingi vestra (7,2 m.kr.), Gamli bærinn á Blönduósi (13,4 m.kr.), Þekkingagarðar á Norðurlandi vestra (8 m.kr.) og Hjólin eru að koma (4,8 m.kr.).
Meira

Úthlutun styrkja úr Húsafriðunarsjóði 2025

Minjastofnun Íslands bárust alls 242 umsóknir um styrki úr Húsafriðunarsjóði vegna verkefna árið 2025, samtals að upphæð 1.243.927.679 kr. Styrkir eru veittir til 178 verkefna, samtals að upphæð 265.500.000 kr. Á Norðurlandi vestra fengu fjórtán verkefni styrk upp á alls 29,2 milljónir. Hæstu styrkirnir sem voru veittir að þessu sinni voru upp á fjórar milljónir og fóru til Silfrastaðakirkju í Blönduhlíð og Hús Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. 
Meira

Stofnfundur félags áhugafólks um rabarbara

Rabarbarahátíð 2025 verður haldin 28. júní nk. „Aðstandendur hátíðarinnar hafa fengið rausnarlegan styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra (tengt Sóknaráætlun SSNV) og þökkum við kærlega fyrir þann ómetanlega stuðning. En svona hátíð þarf að vera sjálfbær og má ekki standa og falla með einstaklingum sem hafa engra beinna hagsmuna að gæta. Þess vegna höfum við ákveðið að stofna áhugamannafélag um rabarbara með þann tilgang að halda sögu hans og tækifærum til nýtingar á lofti. Aðalmarkmið félagsins verður að halda hátíð einu sinni á ári og verða félagsgjöld meðal annars notuð til að greiða hluta af kostnaði við hátíðir og útgáfu á fræðsluefni um rabarbara.“
Meira

Kennsluefni fyrir STEM-vinnubúðir þróaðar á Norðurlandi vestra

Samstök Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) segja á heimasíðu sinni frá skemmtilegu verkefni sem fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði. Um er að ræða nýtt kennsluefni fyrir STEM-vinnubúðir sem hefur verið þróað hér á Norðurlandi vestra. STEM stendur fyrir science, technology, engineering & math eða vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði. Verkefnið snérist um að búa til aðgengilegar og skýrar kennsluleiðbeiningar fyrir verklegar tilraunir sem hægt er að framkvæma í hvaða skólastofu sem er, óháð sérhæfðum verkgreinastofum.
Meira

Samstaða um markaðsmál - Fundaröð í mars og apríl á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands býður upp á fundi víðsvegar um Norðurland frá 18. mars - 29. apríl 2025 og er yfirskrift fundanna Samstaða um markaðsmál. Þeir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu og markaðsmálum eru hvattir til að koma og eiga spjall við starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands. Þá verður einnig farið yfir ýmis verkefni MN og skerpt á mikilvægustu áherslum norðlenskrar ferðaþjónustu. 
Meira

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði þann 6. mars

Þann 6. mars fundaði hinn víðfrægi Veðurklúbbur Dalbæjar á Dalvík og mættu tíu meðlimir í betri stofuna. Fundurinn byrjaði á slaginu 13:30 og lauk 13:55. 
Meira

Utanumhald og kynning á Stóra plokkdeginum verður í höndum Rótarý hreyfingarinnar

Á Facebook-síðunni Plokk á Íslandi segir Einar Bárðarson, stjórnandi síðunnar, frá frábærum fréttum er varða Stóra plokkdaginn sem haldinn er árlega þann 27. apríl. Það er nefnilega þannig að hingað til hefur hópurinn á bak við Plokk á Íslandi skipulagt daginn en nú hefur Rótarý hreyfingin á Íslandi tekið verkefnið að sér. Þá hafa Landsvirkjun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið gert langtímasamning við verkefnið í umsjá Rótarý til utanumhalds og kynningar á deginum. Rótarý klúbbarnir um allt land munu því skipuleggja viðburði á þessum degi alls staðar á landinu og hundruð sjálboðaliða úr þeirra röðum koma því að verkefninu. 
Meira

Belgar höfðu betur gegn íslenska U17 landsliðinu

Íslenska stúlknalandsliðið U17 tekur nú þátt í síðari umferð í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins U17 landsliða í knattspyrnu. Riðillinn er leikinn á Spáni og í gær mætti Ísland liði Belgíu í spænsku rigningarveðri. Tvær Tindastólsstúlkur eru í 20 stúlkna hópi Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara og komu þær báðar við sögu í 2-3 tapi.
Meira

Sparibaukur ríkisins gildnaði á föstudaginn

Lögreglan á Norðurlandi vestra var á glannaveiðum nú á föstudaginn og fiskaði betur en vonir stóðu til. Í færslu á Facebook-síðu LNV segir að í Húnavatnssýslum einum hafi verið höfð afskipti af 30 ökumönnum vegna hraðaksturs en algengur hraði var 110-120. Þó nokkrir mældust á 130 eða hraðar.
Meira

Þegar Jörðin sprakk í loft upp...

Feykir óskar konum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er einmitt í dag, 8. mars. Ætli það séu einhverjir karlar sem hugsa með eftirsjá til eldri tíma þegar karlar röðuðu sér í öll helstu embætti þjóða heimsins? Vonandi eru þeir ekki margir en ekki verður annað sagt en að nú er þessu öfugt farið, í það minnsta hér á Íslandi.
Meira