Sveitarfélagið Skagaströnd skorar á sjávarútvegsráðherra að grípa til aðgerða vegna strandveiða

Frá Skagaströnd. Mynd: huni.is
Frá Skagaströnd. Mynd: huni.is

Sveitarfélagið Skagaströnd skorar á sjávarútvegsráðherra að grípa til aðgerða til þess að tryggja öllum strandveiðibátum tólf leyfilega veiðidaga í ágúst. Þetta kemur fram í bókun sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í síðustu viku. Í henni segir að fyrirséð sé að heildarafli sem ætlaður hafi verið til strandveiða muni klárast á næstu dögum með þeim afleiðingum að veiðar fjölda báta um allt land stöðvist.

Slíkt hafi neikvæð áhrif á tekjur fólks, fyrirtækja og sveitarfélaga vítt og breytt um landið. Á sama tíma séu stjórnvöld að keppast við, með beinum og óbeinum aðgerðum, að halda hjólum atvinnulífsins gangandi á tímum heimsfaraldurs COVID-19.

/huni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir