Ekkert staðfest smit á Norðurlandi vesta
Enginn er í einangrun vegna kórónuveirunnar á Norðurlandi vestra en einn er í sóttkví, samkvæmt nýjum upplýsingum á vefnum covid.is. Síðustu tvær vikur hefur einn verið skráður í einangrun og mest voru 15 í sóttkví. Á landinu öllu eru nú 122 í einangrun og 494 í sóttkví. Flestir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 79 í einangrun og 359 í sóttkví. Staðfest kórónuveirusmit er í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra.
þrjú ný kórónaveirusmit greindust innanlands hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. Sex ferðalangar sem skimaðir voru við landamærin reyndust vera með veirusmit, þrjú þeirra voru virk og bíða hinir þrír eftir mótefnamælingu. Alls voru 383 sýni greind í gær á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, 25 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 2.287 sýni úr landamæraskimunum.
/SHV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.