Ríflega 1500 laxar veiðst í Miðfjarðará
Húni segir frá því að alls hafa veiðst 1.507 laxar í Miðfjarðará sem af er sumri og gaf síðasta veiðivika 100 laxa. Veitt er á átta stangir í ánni. Miðfjarðará er í þriðja sæti yfir aflahæstu ár landsins og er í fyrsta sæti þeirra vatnakerfa sem byggja veiði ekki alfarið á seiðasleppingum.
Laxá á Ásum er komin í 647 laxa og gaf síðasta veiðivika 44 laxa, veitt er á fjórar stangir. Veiði í Blöndu var hætt þegar hún fór á yfirfall og stendur því í stað með 475 laxa. Víðidalsá er komin í 433 laxa með vikuveiði upp á 80 laxa.
Veiðst hafa 335 laxar í Vatnsdalsá og gaf síðasta veiðivika rúmlega 30 laxa. Þá er Hrútafjarðará komin í 277 laxa en skv. Húna.is hafa tölur ekki verið uppfærðar fyrir Svartá en 2. september höfðu veiðst 144 laxar í ánni.
Mesta veiðin hefur verið í Eystri-Rangá það sem af er ári en þar er allt vitlaust, heildarveiðin 7689 á 18 stangir en heildartalan í fyrra var 3048. Næstmest hefur veiðin verið í Ytri-Rangá og Hólsá (vesturbakki) eða 2262 skv. tölum frá 9. sepember.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.