Hlaupa sex maraþon á sex dögum

Hlaupahópurinn góði. Mynd: Aðsend
Hlaupahópurinn góði. Mynd: Aðsend

Hlaupahópurinn BOSS HHHC ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum frá Akureyri til Reykjavíkur til styrktar góðu málefni.

Hlaupið er fyrir Kraft og í minningu Ingu Hrundar Kjartansdóttur, sem lést í fyrra aðeins 37 ára af völdum krabbameins. Inga Hrund var eiginkona Rúnars Marínós Ragnarssonar, sjúkraþjálfara og félaga þeirra, og móðir tveggja ungra dætra.

„Hennar er sárt saknað af öllum en minning hennar er björt og falleg. Við viljum að auki tileinka hlaupið okkar öllum ungum fjölskyldum sem hafa þurft að glíma við krabbamein,“ segir í tilkynningu frá hópnum.

Lagt verður af stað frá Akureyri mánudaginn 14. ágúst. Sjötta og síðasta maraþonið verður sjálft Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.

Nánar um verkefnið má finna á hlaupastyrk og fylgjast má með framvindu hlaupsins á Facebook-síðu hópsins.

 

/fréttatilkynning. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir