Stefán Vagn leiðir lista Framsóknar

Fimm efstu á lista Framsóknar.
Fimm efstu á lista Framsóknar.

Kjördæmissamband Framsóknar í Norðvesturkjördæmi hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi á fjölmennu aukaþingi sambandsins rétt í þessu. Í fréttatilkynningu frá Framsókn segir að listinn samanstendi af reynslumiklu fólki sem býr og starfar um allt kjördæmið en í fyrsta sæti er Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður og varaformaður fjárlaganendar, Skagafirði.

Í öðru sæti er Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður, Borgarfirði, Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður, Ísafjarðarbæ, skipar þriðja sætið, í því fjórða er Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar á Akranesi og í því fimmta er Þorgils Magnússon, varaþingmaður, Húnabyggð

„Það er heiður að leiða þennan öfluga og reynslumikla hóp Framsóknarfólks úr kjördæminu. Við hlökkum til að hitta kjósendur næstu daga og vikur fram að kosningum. Framsókn er og verður öflugur samvinnuflokkur með sterkar rætur í kjördæminu og við ætlum að halda okkar þrem þingmönnum í kjördæminu," er haft eftir Stefáni Vagni í tilkynningunni.

Listi Framsóknar í NV í heild sinni:

  1. Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður, Sauðárkróki
  2. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, Borgarnesi
  3. Halla Signú Kristjánsdóttir, alþingismaður, Flateyri
  4. Ragnar Baldvin Sæmundsson, bæjarfulltrúi, Akranesi
  5. Þorgils Magnússon, byggingartæknifræðingur, Blönduósi
  6. Gunnar Ásgrímsson, kennaranemi, Sauðárkróki
  7. Steinunn Guðmundsdóttir, verkefnastjóri og nemi, Akranesi
  8. Garðar Freyr Vilhjálmsson, mjólkurfræðingur, Dalabyggð
  9. Sigríður Hilda Guðbjörnsdóttir, málstjóri farsældarbarna, Bolungarvík
  10. Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, framkvæmdastjóri, Hólmavík
  11. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóroi, Ísafirði
  12. Jóhanna María Sigmundsdóttir, staðgengill sveitarstjóra, Dalabyggð
  13. Elsa Lára Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri, Akranesi
  14. Sveinn Bernódusson, stálsmíðameistari, Bolungarvík

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir