Glæsileg gjöf á Skagaströnd

Glæsileg nýja aðstaðan. MYND FACEBOOKSÍÐA SVEITARFÉLAGSINS SKAGASTRANDAR
Glæsileg nýja aðstaðan. MYND FACEBOOKSÍÐA SVEITARFÉLAGSINS SKAGASTRANDAR
Minningarsjóðurinn um hjónin frá Garði og Vindhæli gaf Íþróttahúsinu á Skagaströnd fjögur Unicorn pílukastsett af nýjustu og bestu gerð. Með gjöfinni fylgja fjórar spjaldtölvur sem sýna rafrænan útreikning og geta spilarar því strax séð stigagjöf sína sem og mótspilarar.
 
Pílukast hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu misserum og nýtur mikilla vinsælda þeirra sem það stunda. Það hefur sýnt sig að allir aldurshópar, bæði ungir og gamlir, geta tekið þátt í pílukasti sér til ánægju og gleði.
 
Á Facebooksíðu Sveitarfélagsins Skagastrandar kemur fram að íþróttahúsið og Sveitarfélagið Skagaströnd þakkar minningarsjóðnum kærlega fyrir glæsilega gjöf.
Á morgun miðvikudaginn 30. október, frá klukkan 15:00 til 18:00 verður hægt að koma og prófa aðstöðuna og fá leiðbeiningar á búnaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir