V-Húnavatnssýsla

Stefnt að ræktun á rabarbara innanhúss í Húnaþingi vestra

Í Húnaþingi vestra er hafin uppbygging á innanhússræktun á rabarbara í Húnaþingi vestra. Í frétt í Morgunblaðinu segir að engin dæmi séu um að þessi ræktunaraðferð hafi áður verið notuð hérlendis. Friðrik Már Sigurðsson og fyrirtæki hans Framhugsun ehf. fara fyrir verkefninu sem hlaut nýverið styrk úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra.
Meira

Samningar framlengdir við Fab Lab-smiðjurnar á Íslandi um þrjú ár

Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hafi ákveðið að framlengja samninga ráðuneytanna við Fab Lab-smiðjurnar á Íslandi um þrjú ár. Samhliða verða framlögin hækkuð um samtals 91 m.kr. á samningstímabilinu, eða úr 324 m.kr. í 415 m.kr. á næstu þremur árum.
Meira

Soffía og Pétur Ben með tónleika á Hótel Laugarbakka

Soffía og Pétur Ben halda tónleika á Hótel Laugarbakka laugardagskvöldið 6. júlí. Með þeim í för verður bassaleikarinn og söngkonan Fríða Dís og slagverksleikarinn Magnús Trygvason Eliassen. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð þeirra, Sonic Bloom – Sumartúr '24.
Meira

Aðalheiður Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa/tengiliðar hjá fjölskyldusviði Skagafjarðar

Á vef Skagafjarðar segir að Aðalheiður Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa/tengiliðar hjá fjölskyldusviði Skagafjarðar sem var auglýst laust til umsóknar í júní. 
Meira

Messa í Hóladómkirkju sunnudaginn 7. júlí kl. 14:00

Messað verður í Hóladómkirkju sunnudagur 7. júlí kl. 14.00. Gísli Gunnarsson vígslubiskup þjónar. Organisti er Jóhann Bjarnason. Veitingar á Kaffi Hólum eftir messu. Verið velkomin heim að Hólum.
Meira

Hólmfríður sér fyrir sér að framkvæmdir við háskólabyggingu á Sauðárkróki hefjist í haust

„Næsta mál sem er að mínu mati afar brýnt að tækla, svo Háskólinn á Hólum geti vaxið og dafnað, er að byggja upp state of the art kennslu- og rannsóknahúsnæði fyrir starfsemi skólans,“ sagði Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, í ávarpi við brautskráningarathöfn skólans snemma í júní. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Hólmfríði en hún sér fyrir sér að framkvæmdir við háskólabyggingu á Sauðárkróki, sem hýsa mun Fiskeldis- og fiskalíffræðideild, hefjist strax í haust.
Meira

Hekla - á Króknum í dag

Bílaumboðið Hekla verður á Króknum í dag, fimmtudaginn 4. júlí, fyrir utan Bílaverkstæði KS milli kl. 12 og 15. Þar getur fólk komið og reynsluekið nokkrar gerðir af bílum það er því um að gera að kíkja við.
Meira

Yfir tuttugu verkefni hlutu styrk úr Menningarsjóði KS

Þann 29. maí sl. kom saman stjórn Menningarsjóðs KS þar sem megin markmiðið var að úthluta úr sjóðnum. Þau verkefni sem voru valin voru flest skagfirsk en húnvetnsk voru þar einnig á meðal. Má segja að þetta sé eins konar viðurkenning fyrir það að gera lífið skemmtilegra og litríkara. Menningarsjóðurinn hefur í gegnum tíðina verið með tvær úthlutanir á ári, annars vegar að vori og hins vegar um jól og var 21 verkefni úthlutað styrk í þetta skiptið. Í stjórn sjóðsins sitja Bjarni Maronsson, formaður, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Einar Gíslason, Efemía Björnsdóttir og Inga Valdís Tómasdóttir.
Meira

Húnvetningar og Ólsarar deildu stigunum

Það var hart tekist á á Blönduósvelli í gær þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti einu af toppliðum 2. deildarinnar, Víkingi Ólafsvík, sem ekki fyrir margt löngu léku listir sínar í efstu deild Íslandsmótsins. Gestirnir náðu forystunni rétt fyrir hlé en heimamenn jöfnuðu þegar langt var liðið á leikinn. Lokatölur því 1-1.
Meira

Vasaúri og úrfesti stolið frá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ

Í tilkynningu á Facebooksíðu Byggðasafnsins segir að mannskepnan getur verið ólíkindatól. Starfsfólk safnsins hefur af og til orðið vart við að munir hverfi úr sýningu, að þeir séu teknir ófrjálsri hendi. Á undanförnum árum hafa m.a. horfið reiðsokkar (háleistar) og tóbaksponta, svo eitthvað sé nefnt. Steininn tók þó úr á dögunum þegar vasaúri með úrfesti var stolið úr lokuðu sýningarborði, sem fram að þessu hefur þótt tryggur geymslustaður, en til að stela slíkum grip þarf einbeittan brotavilja.
Meira