Tæplega 70 þátttakendur frá Norðurlandi vestra

Stelpurnar í Hvöt/Fram, sem tóku þátt í Símamótinu, voru að sjálfsögðu mættar á Laugardagsvöllinn á föstudaginn til að styðja íslenska landsliðið sem lék mikilvægan leik gegn Þýskalandi. Mynd tekin af Facebook-síðu Knattspyrjadeildar Hvatar.
Stelpurnar í Hvöt/Fram, sem tóku þátt í Símamótinu, voru að sjálfsögðu mættar á Laugardagsvöllinn á föstudaginn til að styðja íslenska landsliðið sem lék mikilvægan leik gegn Þýskalandi. Mynd tekin af Facebook-síðu Knattspyrjadeildar Hvatar.

Um sl. helgi fór fram Símamótið í Kópavogi þar sem hátt í 70 stelpur frá Norðurlandi vestra í 5.fl., 6.fl. og 7.fl. kvenna voru mættar til leiks. Var þetta í 40. skiptið sem mótið var haldið og voru um 3000 stelpur alls staðar af landinu mættar til leiks. Tindastóll og Hvöt/Fram hafa verið dugleg að senda frá sér lið á þetta mót undanfarin ár og var engin breyting á í þetta skiptið.

Tindastóll var með níu lið, tvö lið í 5. flokki, fjögur lið í 6. flokki og þrjú lið í 7. flokki og Hvöt/Fram var með þrjú lið, eitt í 5. flokki og tvö í 6. flokki. Mótið var skemmtilegt og vel sett upp en veðurguðirnir voru örugglega í fríi á meðan á mótinu stóð að horfa á EM í fótbolta því það var vægast sagt frekar óspennandi veður alla dagana. Hvasst og blautt en ótrúlegt en satt þá létu iðkendur það ekki á sig fá og spiluðu af mikilli innlifun og mátti sjá stórkostlega takta í öllum leikjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir