V-Húnavatnssýsla

Áfram hret í kortunum

Ein sú sumarlegasta og skemmtilegasta fyrirsögn sem blaðamaður getur gert svona í sumarbyrjun. Veðrið þessa dagana er efni í frétt. Að keyra til vinnu dag eftir í dag í krapa og slabbi sem er þess eðlis að ef þú ekki ætlar að fleyta bifreiðinni utan vegar þá þarftu að aka mjög varlega er fréttnæmt 6. júní. 
Meira

Pétur Jóhann á Hvammstanga á morgun, 7. júní, í Félagsheimilinu

Pétur Jóhann er á léttum rúnti  um landið til að græta landann úr hlátri og er næsta stopp á Hvammstanga föstudaginn 7. júní í Félagsheimilinu. Herlegheitin byrja kl. 21:00 og í þetta skiptið verður Pétur með splunkunýtt efni þar sem hann fer um víðan völl og lætur gamminn geysa. Einnig má gera ráð fyrir að kötturinn, Gunnþór og fleiri snillingar líti við.
Meira

Bændur áhyggjufullir í óveðrinu

Veðrið er hreinlega hið leiðinlegasta í dag og svo verður áfram á morgun og væntanlega fimmtudag líka. Á samfélagsmiðlum má sjá margar myndir sem sýna ástandið. Heldur hefur færð skánað í Skagafirði nú eftir hádegið, fleiri vegir greiðfærir en víða hálkublettir eða krap. Öxnadalsheiði er nú greiðfær en krap er á Holtavörðuheiði og norðan 19 m/sek.
Meira

Hin (svolítið) skagfirska Halla Tómasdóttir kjörin forseti

Feykir greindi frá því aðfaranótt sunnudags að allt benti til þess að Halla Tómasdóttir stefndi hraðbyri á Bessastaði og myndi sigra forsetakosningarnar líkt og fyrstu tölur úr öllum kjördæmum bentu til. Svo fór að sjálfsögðu eins og ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni.
Meira

Hollvinasamtök HVE komu færandi hendi

Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga, afhenti í gær sjúkraflutningamönnum á Hvammstanga æfingahendi til að æfa uppsetningu æðaleggja. Slíkar aðgerðir eru mikilvægur partur af starfi sjúkraflutningamanna og nauðsynlegt að æfa til að aðgerðir gangi sem best, bæði fyrir sjúkling og sjúkraflutningamann.
Meira

Sumaropnun Heimilisiðnaðarsafnsins

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins Skynið fyllir vitund eftir listakonuna Björgu Eiríksdóttur var opnuð 1. júní og bar upp á fyrsta venjubundinn opnunardag safnsins.
Meira

Svavar Knútur á ferðinni í júní að kynna nýja plötu

Svavar Knútur söngvaskáld fagnar þessa dagana útgáfu á nýjustu plötu sinni, Ahoy! Side B, með tónleikum um landið vítt og breitt og auðvitað er mikilvægt að heimsækja frændfólk, vini og ættingja. Þar á meðal á Sauðárkróki, Siglufirði og Blönduósi, þar sem Svavar Knútur heldur tónleika nú í júní. Svavar er nýlentur aftur á landinu eftir vel heppnaðar tónleikaferðir um bæði Evrópu og Ástralíu og finnst fátt betra en að lenda á hlaupum og hefjast handa við að gleðja landann.
Meira

Útlit fyrir eitt versta veður sem sést hefur á þessum árstíma

Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra segir að vonskuveðrið sem spáð var í gær verði væntanlega enn verra en spáð var. Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun sína úr gulri í appelsínugula frá mánudagskvöldinu 3. júní og fram á aðfaranótt miðvikudags en þá tekur við gul veðurviðvörun fram á aðfaranótt föstudags.
Meira

Halla Tómasdóttir stefnir hraðbyri á Bessastaði

Það er næsta víst að Halla Tómasdóttir verður næsti forseti Íslands en nú þegar talin hafa verið 86.551 atkvæði, eða um helmingur greiddra atkvæða, hefur hún umtalsvert forskot á Katrínu Jakobsdóttur. Halla er með 32,4% atkvæða en Katrin 26,3% en sú síðarnefnda hefur þegar óskað Höllu til hamingju með sigurinn í kjörinu.
Meira

Standandi veisluhöld á Hvammstanga

Það var gengið til kosninga í dag um land allt en kjósendur gátu valið á milli tólf forsetaframbjóðenda. Flestum ef ekki öllum kosningum fylgir hið margrómaða kosningakaffi og einhverjir buðu upp á slíkar veislur í dag hér á Norðurlandi vestra. Á Hvammstanga stóð Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra fyrir kosningakaffi í Verzlun Sigurðar Pálmasonar og þangað mættu um 120 manns og gæddu sér á kaffi og vöfflum.
Meira