Ólafur Adolfsson skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.10.2024
kl. 20.01
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fkom saman í Borgarnesi í dag og var framboðslisti flokksins samþykktur einróma segir í frétt á vefsíðu flokksins. Ljóst var að breytingar yrðu á oddvitasæti flokksins þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ákvað að færa sig í Kragann. Ólafur Adolfsson og Teitur Björn Einarsson höfðu báðir sóst eftir efsta sæti listans en Teitur Björn ákvað í morgun að sækjast eftir öðru sæti listans. Ólafur var því sjálfkjörinn í efsta sætið.
Meira