V-Húnavatnssýsla

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Bjarni Jónsson Vinstrihreyfingin - grænt framboð

Bjarni Jónsson er nýr oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi en það sæti fékk hann eftir sigur í prófkjöri flokksins sl. vor. Á síðasta kjörtímabili sat hann í öðru sæti og settist inn á Alþingi sem varamaður Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur sem skipaði efsta sæti flokksins í kjördæminu.
Meira

Hús og híbýli á Hvammstanga: Húsaskrá 1898-1972 eftir Þórð Skúlason.

Í bókinni rekur Þórður Skúlason þróun byggðar á Hvammstanga frá 1898 til 1972. Þórður er gjörkunnugur byggð og mannlífi á þessum gamla verslunarstað, enda borinn þar og barnfæddur. Hann hefur víða leitað fanga, bæði í opinberum gögnum og óbirtum heimildum, en þó ekki síst með samtölum við eldri og yngri Hvammstangabúa.
Meira

Píratar standa með sjómönnum

Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu.
Meira

TÖKUM Í HORNIN Á TUDDA

„Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala.
Meira

Verndandi gen gegn riðu hefur fundist í íslensku fé

Riða heldur áfram að hrella bændur og fyrir viku var enn eitt tilfellið staðfest á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hingað til hefur niðurskurður verið eina svarið í baráttunni við þennan vágest en auk niðurskurðar smitaðrar hjarðar þarf að farga hverri kind sem látin hefur verið til annarra bæja frá sýkta bænum, líka öllum kindum frá öðrum bæjum sem hýstar hafa verið á riðubænum yfir nótt eða lengur, eins og fram kemur á heimasíðu MAST.
Meira

Í tilefni alþingiskosninga 25. september 2021 - Opið bréf til lýðveldisbarna

Þið sem fædd eruð áður og um það leyti sem lýðveldið Ísland var stofnað. Ykkur var gefið loforð: Ykkur var heitið því af foringjum allra stjórnmálaflokka, að um leið og sjálfstæðismálið yrði í höfn 17. júní 1944 skyldi þjóðin semja sér sína eigin stjórnarskrá. Loforðið var aldrei efnt af stjórnmálaflokkunum þótt rekið væri á eftir því. Það gerði til dæmis Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) í nýársávarpi sínu árið 1949:
Meira

Fjölmörg verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrk úr Matvælasjóði

Nú um miðjan september veitti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, 566,6 milljónum úr Matvælasjóði en sjóðurinn styrkti 64 verkefni að þessu sinni. Alls bárust 273 umsóknir í fjóra styrkjaflokka Matvælasjóðsins og var sótt um tæplega 3,7 milljarða króna. Í umfjöllun á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 93% umsókna hafi talist styrkhæfar. 14% þess fjármagns sem veitt var að þessu sinni rann til verkefna á Norðurlandi vestra.
Meira

Píratísk byggðastefna

Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað. Það er hins vegar erfitt að koma í veg fyrir misklíð og flokkadrætti þegar ekki er hugað nægjanlega vel að þeim hópum samfélagsins sem standa höllum fæti. Lykillinn að samfélagi einingar og samstöðu liggur í að tryggja velferð og mannsæmandi kjör allra þeirra sem búa á landinu. Þetta á við um alla íbúa landsins í öllum kjördæmum þess.
Meira

Örkin, síðasti báturinn úr rekaviði, komin á Reykjasafn

Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum barst góður gripur í gær þegar Örkin var sett niður á safnasvæðið. Um er að ræða bát í eigu Guðjóns Kristinssonar frá Dröngum en smíðaður af föður hans Kristni Jónssyni.
Meira

Berjumst gegn fátækt á Íslandi! -Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri

Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða.
Meira