Örkin, síðasti báturinn úr rekaviði, komin á Reykjasafn

Í gær bættist við góður gripur á safnasvæði Byggðasafnsins þegar Örkin var sett þar niður. Myndir: Gunnar Rögnvaldsson
Í gær bættist við góður gripur á safnasvæði Byggðasafnsins þegar Örkin var sett þar niður. Myndir: Gunnar Rögnvaldsson

Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum barst góður gripur í gær þegar Örkin var sett niður á safnasvæðið. Um er að ræða bát í eigu Guðjóns Kristinssonar frá Dröngum en smíðaður af föður hans Kristni Jónssyni.

Í skeyti frá Gunnari Rögnvaldssyni, starfsmanni safnsins, kemur fram að báturinn hafi verið smíðaður í fjárhúsunum á Seljanesi og tilbúinn árið 1981. 

„Hér er um mjög merkilegan bát að ræða en Örkin mun vera, samkvæmt bestu heimildum, síðasti báturinn sem smíðaður var úr rekavið. Örkin var síðast gerð út á handfæri og reyndist gott og farsælt sjóskip. Guðjón hefur lánað safninu bátinn og mun Örkin ugglaust draga að sér athygli vegfarenda og gesta safnsins,“ segir Gunnar.
Benjamín safnvörður tók vel á móti Örkinni enda gjörkunnugur hverju borði og saum í handaverki föður hans. Á myndunum má sjá þá feðga standa við bátinn með 40 ára millibili.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir