V-Húnavatnssýsla

Af hverju Samfélagsbanki?

Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka? Á 12 mánaða tímabili, þ.e. seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021 högnuðust bankarnir um 67 milljarða, 67.000.000.000 krónur. Á einu kjörtímabili eru það 268.000.000.000. Hvernig verður þessi gríðarlegi hagnaður til? Jú, bankarnir reka sig á útlánum. Það þýðir að þeir sem taka lán hjá bönkunum borga hagnaðinn.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis

Nú á hádegi, fimmtudaginn 23. september, hafa 562 kosið utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra en hægt verður að kjósa á skrifstofum embættisins á Blönduósi og Sauðárkróki til 15:00 á kjördag. Opið er í dag til klukkan til kl. 19:00.
Meira

Ert þú raunverulega að hugsa um eigin hagsmuni og lýðræðislegu réttindi í þessum kosningum?

Flest gefum við okkur þá staðreynd að við búum í lýðræðislegu samfélagi, það er eiginlega hluti af næstum sjálfgefinni sjálfsmynd okkar. Að búa í vestrænu velferðarríki þar sem allt fer eftir lýðræðislegum lögum og reglum sem engin getur breytt til hagsbóta fyrir sjálfan sig eða tengda hagsmunaaðila. Margir hafa staðið í þeirri trú að við byggjum í nokkurn veginn stéttlausu jafnaðarsamfélagi en sú mynd hefur að vísu horfið úr félagsvitund landans í takt við hraðvaxandi misskiptingu og harðandi baráttu hópa sem telja sig hlunnfarna af eðlilegri skiptingu landsgæða.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Bergþór Ólason Miðflokkurinn

Efsti maður á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi er alþingismaðurinn Bergþór Ólason. Hann hefur víðtæk tengsl á Norður- og Vesturlandi, fæddur á Akranesi, en ólst upp í Borgarnesi. Hann er ættaður frá Bálkastöðum í Hrútafirði í föðurætt, en faðir hans, Óli Jón Gunnarsson lærði múrverk hjá Jóni Dagssyni á Sauðárkróki áður en hann fór í nám í byggingatæknifræði og spilaði þá körfubolta með Tindastóli.
Meira

Róttæk byggðastefna í boði Vinstri grænna

Sem oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hef ég á síðustu vikum ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víðfeðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðunum, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. Mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Valgarður Lyngdal Jónsson Samfylking

Hvar hef ég séð þennan áður. Jú, alveg rétt, í Útsvarinu! Já, Valgarð kannast margir við úr þeim ágætu spurningaþáttum sem sýndir voru á RÚV fyrrum. Hann starfar sem kennari og bæjarfulltrúi á Akranesi, og nú oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Reynsla og traust

Reynsla og þekking á málefnum Norðvesturkjördæmis skiptir miklu máli þegar velja skal á milli margra ágætra einstaklinga til Alþingis. Ég hef setið á Alþingi í 12 ár og lagt mig fram við það að vinna að bættum búsetuskilyrðum um land allt og að hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Ég sit nú í baráttusæti og treysti því að kjósendur treysti mér áfram til góðra verka.
Meira

Vanda býður sig fram til formanns KSÍ

Króksarinn Vanda Sigurgeirsdóttir segir á Facebook-síðu sinni í morgun að hún muni bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, en boðað hefur verið til aukaþings samtakanna þann 2. október eftir að stjórn og formaður sagði af sér fyrir skömmu.
Meira

Brúðulistahátíðin HIP Fest á Hvammstanga - Hátíðardagskrá í heimsklassa

Alþjóðleg brúðulistahátíð International Puppetry Festival eða HIP Fest fer fram dagana 8.-10. október næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en von er á þriðja tug erlendra listamanna frá átta löndum sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir.
Meira

Góðir gestir í FNV

Nemendur og kennarar í tveimur Erasmusverkefnum heimsóttu FNV í síðustu viku alls 24 mann frá Englandi, Eistlandi, Litháen, Portúgal, Tékklandi og Spáni. Á heimasíðu skólans kemur fram að annað verkefnið hafi verið forritunarverkefni, Girls with boys programming Europe, sem Sunna Gylfadóttir stýrði af hálfu FNV en hitt er handverksverkefni, Using ICT to preserve European craftmansship sem Kristján Bjarni Halldórsson stjórnaði fyrir FNV.
Meira