V-Húnavatnssýsla

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Magnús Davíð Norðdahl Píratar

Píratar hafa fest sig í sessi í íslenskri pólitík þó ekki hafi þeir enn tekið þátt í að mynda meirihluta á Alþingi. Magnús Davíð Norðdahl reynir nú að sannfæra kjósendur í Norðvesturkjördæmi að greiða honum götu svo Píratar á svæðinu fái mann á Alþingi. Magnús Davíð var á lista Pírata í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar en vermir nú í oddvitasætið hvar Eva Pandora Baldursdóttir sat áður.
Meira

Jöfnum búsetuskilyrði og réttum hlut sjávarbyggða

Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.
Meira

„VELSÆLDIN“ Í „LANDI TÆKIFÆRANNA“

Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun, tryggingum, líkamsrækt, hárgreiðslu, fatnaði, strætómiðum, námskeiðum, leikhúsmiðum, tónleikamiðum, gjöfum, utanbæjarferðum og utanlandsferðum og getur ekki efnt það loforð við átta ára dóttur sína að hún megi fara í tónlistarskóla í vetur. Hvað á Una að gera?
Meira

Aldraðir eru líka fólk!

Lög voru sett á Alþingi þann 31. desember 1999 sem fólu í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi, eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er í lögunum lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt.
Meira

Breytum sjávarútveginum á laugardaginn

Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkur

Stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gegnt síðan í janúar 2017 og dómsmálaráðherra frá mars til september 2019. Hún hlaut kjör til Alþingis fyrir Norðvesturkjördæmi 2016 og var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins 2018.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins

Í forystusæti Flokki fólksins í Norðvesturskjördæmis situr Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur LL.M. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum, sonur Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, sjóliðsforingja og skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík til margra ára, og Aniku Jónu Ragnarsdóttur, húsmóður og sjúkraliða. Eyjólfur var rúmlega þriggja ára þegar fjölskyldan flutti gosnóttina frá Eyjum til Reykjavíkur, þar sem hann ólst upp.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokkur

Oddvitaskipti urðu hjá Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi eftir að Ásmundur Einar Daðason ákvað að færa sig í annað Reykjavíkurkjördæmið í vor. Þar stendur nú Stefán Vagn Stefánsson í brúnni og freistast til að leiða flokkinn til sigurs í kjördæminu. Stefán hefur gegnt stöðu yfirlögregluþjóns á Norðurlandi vesta og er forseti sveitastjórnar í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september 2021

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins sem hér segir: Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00. Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00.
Meira

Látum ekki kúga okkur lengur í krafti einokunar og auðs!

Þar sem atvinnulíf er einhæft ráða eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti einokunar og auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni?
Meira