V-Húnavatnssýsla

Hvað á barnið að heita?

Mannanöfn er einn angi íslenskunnar sem reynir á þetta fallega tungumál, já og landann. Hver hefur ekki skoðun á nafngift frumburðar frænku nágrannans? Það má ekki heita of gamaldags nafni en heldur ekki of nýmóðins, og hvað sem þú gerir, ekki segja að þú sért að bíða eftir úrskurði mannanafnanefndar. Sameinumst nú á hinni heilögu nafnamiðju svo að allir geti sofið rótt og kvíði ekki næstu skírn.
Meira

Slagarasveitin sendir frá sér Koss Bylgju

Húnvetningarnir í Slagarasveitinni hafa í ár unnið að upptöku nýs efnis sem líta mun dagsins ljós á næstu vikum og mánuðum. Fyrsta lagið sem Slagarasveitin sendir frá sér að þessu sinni, en sveitin var endurvakin nýlega eftir að hafa legið í dvala í ein 15 ár, er Koss Bylgju sem má nú finna á Spotify.
Meira

Góðan daginn, frú forseti

Alexandra Chernyshova, sem Norðlendingar þekkja vel vegna starfa hennar í sönglistinni, hefur ráðist í það stórvirki að semja óperu í þremur þáttum um ævi og störf frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem fyrst kvenna var kjörin þjóðarleiðtogi í heiminum. Alexandra semur bæði tónlist og handrit en ljóðin eiga Sigurður Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, Þórhallur Barðason, og Elísabet Þorgeirsdóttir auk Alexöndru sjálfrar.
Meira

Börn á Vatnsnesi þurfa væntanlega að hossast um ónýtan veginn alla sína skólagöngu

Vatnsnesvegur í Húnaþingi vestra hefur oft ratað í fréttirnar enda afar slæmur yfirferðar oft á tíðum, holóttur og mjór. Umferð ferðamanna um nesið hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og ekki er langt síðan hann markaði upphaf Norðurstrandarvegar vestan megin. Ef til vill upplifir ferðamaðurinn akstur sinn um veginn sem skemmtilegt ævintýri en það sem skiptir öllu máli er umferð íbúa nessins sem um hann fer dags daglega. Þar fara börnin fremst í flokki sem ferðast með skólabílnum drjúga stund á leið í skólann.
Meira

Þakka traustið

Ég vil þakka kjósendum Norðvesturkjördæmis það mikla traust sem mér og Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Ég þakka árangurinn því að kjósendur í kjördæminu hafa trú okkur og þeim stefnumálum sem flokkurinn berst fyrir. Einnig því hugarfari og nálgun sem Flokkur fólksins stendur fyrir þegar kemur að viðfangsefnum samfélagsins.
Meira

Austan Vatna meðal átta verkefna Vaxtarrýmis

Átta nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 4. október næstkomandi. Á heimasíðu SSNV er sagt að teymin átta séu kraftmikil en fjölmargar umsóknir bárust víðsvegar af Norðurlandi af fjölbreyttum verkefnum.
Meira

Appelsínugul veðurviðvörun á morgun

Veðurstofan spáir versnandi veðri á norðanverðu landinu á morgun allt frá Vestfjörðum að Austurlandi að Glettingi og hefur virkjað bæði gula og appelsínugula viðvörun fyrir svæðið. Búist er við norðan og síðar vestan hríð á Norðurlandi vestra og bálhvössu veðri.
Meira

Vanda sjálfkjörin formaður KSÍ fram í febrúar

Vanda Sigurgeirsdóttir var sú eina sem bauð sig fram til formanns KSÍ en kosningar fara fram á aukaþingi þann 2. október nk. Hún er því sjálfkjörin til embættisins líkt og stjórn og varastjórn sem einnig eru sjálfkjörin þar sem jafn margir buðu fram krafta sína og þurfti að manna. Formaður og stjórn sitja því til bráðabirgða og starfa fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar árið 2022.
Meira

Oddviti Pírata vill endurtaka kosningarnar í Norðvesturkjördæmi

Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. Kæran verður lögð fram formlega á næstu dögum. Eftir atvikum verður kæra einnig send til lögreglu.
Meira

Framsókn og ríkisstjórnin sigurvegarar kosninganna

Kosið var til Alþingis í gær og þegar atkvæði höfðu verið talin var ljóst að niðurstaða var sigur Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar sem bætti við sig tveimur þingmönnum frá því í kosningunum 2017. Það var Framsókn sem ber ábyrgð á bætingunni því flokkurinn náði inn 13 þingmönnum nú en hafði átta fyrir. Í Norðvesturkjördæmi hlaut Framsókn þrjá þingmenn undir forystu Stefáns Vagns Stefánssonar, fékk 25,8% atkvæða sem er ríflega 7% meira en 2017.
Meira