V-Húnavatnssýsla

37% vilja láta síðari talningu í NV-kjördæmi gilda

Enn er tekist á um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í kjölfar alþingiskosninganna sem fram fóru 25. september síðastliðinn. Nú hafa að minnsta kosti ellefu aðilar kært kosningarnar til Alþingis og þegar þessi frétt er skrifuð er undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa að funda. Mjög skiptar skoðanir eru ríkjandi varðandi málið en í nýrri könnun Gallup sem RÚV segir frá kemur í ljós að flestir telji að seinni talning eigi að standa.
Meira

Unnur Þöll Benediktsdóttir nýr formaður SUF

46. Sambandsþing SUF (Samband ungra Framsóknarmanna) var haldið um helgina á Hótel Sel í Mývatnssveit. Hópur ungmenna sótti þingið og tók þátt í málefnavinnu. Mikið var rætt um velgengni Framsóknar í Alþingiskosningunum ásamt aðdraganda næstu kosninga, sveitarstjórnarkosningar. Hæst bar til tíðinda að nýr formaður tók við af Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, sem nú er orðin Þingmaður Framsóknar.
Meira

Rabb-a-babb 203: Sara Ólafs

Nafn: Sara Ólafsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Óla Stebba og Huldu Einars á Reykjum. Er alin upp þar á bæ í hressilegu hrútfirsku sveitalofti. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ein af mínum elstu minningum er þegar ég vaknaði um miðja nótt í stofunni heima eftir að hafa grenjað mig, ömmu og afa í svefn. Ástæðan var sú að ég fékk ekki að fara með foreldrum mínum á þorrablót. Þarna hef ég verið u.þ.b. 4 ára. Hættulegasta helgarnammið? Gott súkkulaði og rauðvín.
Meira

Auglýst eftir fulltrúum á nýja skrifstofu skipulags- og byggingamála í Húnavatnssýslum

Laus eru til umsóknar embætti byggingafulltrúa og embætti skipulagsfulltrúa á nýrri skrifstofu í Húnavatnssýslum auk annarra starfa á skrifstofunum tveimur en á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að starfsstöðvarnar verði á Hvammstanga og Blönduósi.
Meira

Forsetafrúin á brúðulistahátíð í Húnaþingi vestra

Um liðna helgi var alþjóðlega brúðulistahátíðin Hip festival haldin á Hvammstanga og var Forsetafrúin Eliza Reid heiðursgestur á hátíðinni ásamt Eddu dóttur sinni, en Eliza er verndari menningarverðlauna Eyrarrósarinnar sem Handbendi atvinnubrúðuleikhús á Hvammstanga er núverandi handhafi af. Að sögn Gunnars Rögnvaldssonar, sem fylgdi Elizu í heimsókninni, voru fjölmargir viðburðir á dagskránni sem sannarlega eru á heimsmælikvarða.
Meira

Nördamoli Byggðastofnunar um ferðalög íþróttaliða

„Íslandsmótið í knattspyrnu var háð í sumar eins og undanfarin rúmlega hundrað ár. Að horfa á einn fótboltaleik er góð skemmtun sem tekur kannski tvo tíma með öllu fyrir okkur áhorfendur. Fyrir leikmenn og starfsmenn leiksins tekur þetta mun lengri tíma eins og gefur að skilja,“ segir í færslu Byggðastofnunar frá því fyrir helgi þar sem ferðalög meistaraflokka karla og kvenna eru tekin fyrir með skemmtilegum hætti.
Meira

Yfirlýsing stjórnar Miðflokksins

Stjórn Miðflokksins harmar þá ákvörðun Birgis Þórarinssonar að yfirgefa þingflokk Miðflokksins nú strax að loknum kosningum og áður en þing hefur verið sett. Brotthvarf þingmannsins er fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi og unnið mikið og óeigingjarnt starf í kosningabaráttunni. Í því samhengi er ákvörðun þingmannsins mikil vonbrigði.
Meira

Af kynbótum :: Áskorandapenninn Ármann Pétursson Neðri-Torfustöðum í Húnaþingi vestra

Ég vil byrja á því að þakka Elísabetu fyrir þessa brýningu á mikilvægi þess að velja barninu nafn sem er til þess fallið að dóttir bóndans hinum megin við ána geti loks varpað öndinni léttar.
Meira

Falsaðir peningaseðlar í umferð

Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru almenningur og verslunareigendur beðnir um að vera vel á verði gagnvart fölsuðum peningaseðlum sem eru í umferð.
Meira

Gul viðvörun í dag en Haustkálfar boða milt haust

Nú hefur Veðurklúbburinn á Dalbæ tekið aftur til starfa eftir sumarfrí og segir í skeyti til fjölmiðla að nýr starfsmaður hafi tekið við stjórn klúbbsins. Þá kemur einnig fram að með nýju fólki megi búast við breytingum og nýjungum. Jákvætt er að spáð er mildum október með suðlægum áttum.
Meira