37% vilja láta síðari talningu í NV-kjördæmi gilda
feykir.is
Skagafjörður, Vestur-Húnavatnssýsla
15.10.2021
kl. 12.00
Enn er tekist á um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í kjölfar alþingiskosninganna sem fram fóru 25. september síðastliðinn. Nú hafa að minnsta kosti ellefu aðilar kært kosningarnar til Alþingis og þegar þessi frétt er skrifuð er undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa að funda. Mjög skiptar skoðanir eru ríkjandi varðandi málið en í nýrri könnun Gallup sem RÚV segir frá kemur í ljós að flestir telji að seinni talning eigi að standa.
Meira