Prjónaðar brúður vekja mikla lukku
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
03.06.2022
kl. 16.13
Hér eru prjónakonurnar ásamt starfsstúlkum dagþjónustu.
Aníta Ellertsdótir, Erla Eðvaldsdóttir, Ása Guðmundsdóttir. Björg Emilsdóttir, Rósbjörg Blöndal, Freyja Ólafsdóttir og Sigfríður Jónsdóttir
Nokkrar góðar konur sem eru íbúar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga og konur sem eru í dagvistun gerðu sér lítið fyrir og prjónuðu brúður. Einnig voru framleiddar nokkrar furðuverur. Var svo ákveðið að gefa þær í leikskólann hér á Hvammstanga. Brúðurnar og furðuverurnar vöktu mikla lukku hjá börnunum sem tóku við þeim, og fengum við fallegan söng í staðinn. Svo fara brúður í sjúkrabílinn okkar hér. Nú er svo komið að fleiri fyrirtæki vilja gjarnan fá brúður svo við verðum að halda áfram að framleiða. Það er svo gaman að geta lagt samfélaginu lið og gera eitthvað sem gagn og gaman er að.
/Freyja Ólafsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.