V-Húnavatnssýsla

22 nemar þreyttu sveinspróf í húsasmíði um helgina

Það var mikið um að vera í Hátæknimenntasetri Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um helgina þegar 22 nemar þreyttu sveinspróf í húsasmíði. Hófst það á föstudegi og stóð fram á sunnudag en fjóra dagana á undan var haldið námskeið fyrir þá sem vildu undirbúa sig fyrir átök helgarinnar.
Meira

Þórhildur Sunna tekur við sem þingflokksformaður Pírata

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur tekið við sem þingflokksformaður Pírata, en hún var kjörin á þingflokksfundi á dögunum. Hún tekur við embættinu af Halldóru Mogensen. Björn Leví Gunnarsson var við sama tilefni kjörinn varaþingflokksformaður en Gísli Rafn Ólafsson gegnir enn embætti ritara þingflokksins.
Meira

Öll erum við menn

Þeir eru skrítnir tímarnir sem við lifum á núna og fjölbreytilegar baráttur háðar á samfélagsmiðlum sem ýmist miða að feðraveldi, kynþáttafordómum eða kvenfyrirlitningu. Á dögunum mátti fylgjast með umræðu um það hvort orðið fiskari gæti komið í stað sjómanns en því orði var skotið inn í greinargerð með lagafrumvarpi um sjávarútveg á Alþingi. Hefur fólk lýst skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og einhver ratað í fréttatíma fjölmiðla.
Meira

Styrkir til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs

Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur úthlutað 450 milljónum króna til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs. Um er að ræða lokaúthlutun stjórnvalda með það að markmiði að viðhalda öflugu íþróttastarfi hér á landi. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hlaut styrk upp á kr. 811.152 en knattspyrnudeild Tindastóls styrk sem nam kr. 1.918.265. Ekki komu styrkir til annarra íþróttafélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Lið FNV áfram í 16 liða úrslit Gettu betur

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er komin í gang enn eitt skiptið og að sjálfsögðu sendir Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra lið til leiks. Lið FNV þreytti frumraun sína þennan veturinn síðastliðið mánudagskvöld þar sem spekingar okkar mættu liði Menntaskólans í Kópavogi. Eftir jafnræði í hraðaspurningum tók lið FNV öll völd í bjölluspurningunum og sigraði með stæl, 21–9.
Meira

Hestamenn kjósa um nýtt nafn á Gæðingafimi LH

Á landsþingi Landssambands hestamanna LH síðastliðið haust var samþykkt að taka Gæðingafimi LH inn í regluverk sambandsins og jafnframt samþykkt að efna til samkeppni um nýtt nafn á greinina. Kosning er hafin og stendur valið á milli fjögurra nafna.
Meira

Helga Una kjörin Íþróttamaður USVH 2022

Helga Una Björnsdóttir, knapi frá Syðri-Reykjum í Húnaþingi vestra, hefur verið kjörin Íþróttamaður Ungmennasambands Vestur Húnvetninga árið 2022. Í frétt á vef USVH segir að Helga, sem býr á Selfossi, keppi í Meistaradeild Líflands sem er sterkasta innanhúss mótaröðin á Íslandi. Hún hefur verið í landsliðshóp Íslands í nokkur ár og var valin kynbótaknapi ársins 2022.
Meira

Janúarveðrið svipað og í desember en minna frost

Fyrsti fundur Veðurklúbbs Dalbæjar fór fram í síðustu viku en þar voru mættir Haukur Haraldsson, Kristján Loftur Jónsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Jón Garðarsson og Magnús Gunnlaugsson. Í skeyti þeirra spámanna er landsmönnum óskað gleðilegs árs þökk fyrir öll þau liðnu.
Meira

Vlad þjálfari hættur

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Vladimir Anzulovic hafa komist að samkomulagi um að hann hætti störfum sem aðalþjálfari meistaraflokks karla. Þetta kemur fram í tilkynningu deildarinnar á Facebook síðu hennar fyrr í kvöld.
Meira

Gul veðurviðvörun fram á morgun

Feykir sagði frá því fyrir helgi að útlit væri fyrir sæmilegt veður um helgina og útlit fyrir að skíðasvæðið í Stólnum yrði opið báða dagana. Skjótt skipast veður í lofti en það slapp þó til á laugardeginum en í dag, sunnudag, hefur veðrið verið leiðinlegt hér norðanlands, skíðasvæðið því lokað og þegar þetta er skrifað hefur Þverárfjallsvegi einnig verið lokað. Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi vestra og útlit fyrir að svo verði fram á morgun.
Meira