V-Húnavatnssýsla

Stormur og samgöngutruflanir á Norðurlandi

Sunnan hvassviðri eða stormur er á norðanverðu landinu enda gular viðvaranir í gildi frá Veðurstofunni. Einnig er útlit fyrir talsverða rigningu sunnan- og vestan til. Búast má við samgöngutruflunum.
Meira

Nytjamarkaðurinn á Hvammstanga kemur samfélaginu vel

Nytjamarkaðurinn á Hvammstanga er mörgum að góðu kunnur, segir í færslu á heimasíðu Húnaþings vestra en tilefnið er höfðinglegur stuðningur Gæranna til samfélagsins á síðasta ári.
Meira

Sýning í Textílmiðstöð Ísland og opinn dagur í Textíllab

Það er mikið um að vera í textíllistinni á Blönduósi næstu daga því á morgun verður haldin sýning textíllistamanna, sem ber heitið Goosebumps Alive!, í Kvennaskólanum mili klukkan 15 og 18. Um helgina, 28. & 29. janúar verða svo opnir dagar í TextílLab Textílmiðstöðvarinnar á Þverbrautinni.
Meira

Sérfræðingarútan úti á túni :: Leiðari Feykis

Nú er riðlakeppni HM í handbolta nýlokið og því miður komst íslenska liðið ekki í átta liða úrslit eins og vonir stóðu til fyrir mót. Liðið er úr leik og hafnaði í 12. sæti keppninnar. Ljóst er að árangur liðsins hefur valdið ákveðnum hópi gríðarlegum vonbrigðum sem ræðir um að þjálfarinn verði að axla ábyrgð og taka pokann sinn.
Meira

Fyrsta Opna húsið hjá Nes á árinu

Fyrsta Opna húsið á árinu hjá Nes Listamiðstöð á Skagaströnd verður haldið á morgun, fimmtudaginn 26. janúar á milli klukkan 16:30 og 18:30. Fjölbreyttur hópur listamanna dvelur nú í listamiðstöðinni og fæst ýmist við bókmenntir, ljósmyndun, teikningu, málun eða skúlptúrgerð.
Meira

Garðfuglatalning um helgina

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi og venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Á heimasíðu Fuglaverndar segir að gott sé að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira

Heiðmar sigraði í Söngkeppni NFNV

Söngkeppni FNV fór fram síðastliðið fimmtudagskvöld á sal bóknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Sigurvegari keppninnar var Heiðmar Gunnarsson en hann söng lagið Another Love sem Tom Odell gerði vinsælt fyrir um tíu árum síðan og hefur fengið yfir 1.4 milljarð spilana á Spotify.
Meira

Sigurkarfan hjá 11. fl. karla þegar 2,7 sek. voru eftir af leiknum - myndband

Um helgina mættust Tindastóll og Vestri í 11. flokki karla í Síkinu og var fyrri leikurinn spilaður á laugardeginum og sá seinni á sunnudeginum.
Meira

Íslenska landsliðið lækkar eldneytisverð

Þrátt fyrir að íslenska landsliðið í handknattleik hafi lokið þátttöku á Heimsmeistaramótinu geta landsmenn fagnað í dag þar sem frammistaða þess í leiknum í gær gegn Brasilíu hefur áhrif á eldneytisverð í dag. ÓB og Olís bjóða lykil- og korthöfum afslátt í dag sem nemur markafjölda liðsins í leiknum.
Meira

Nú er rétti tíminn til að hefja mottusöfnun

Mottumars er handan við hornið, segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins, og þá er um að gera að safna mottu en Mottukeppnin verður að sjálfsögðu á sínum stað. Þar eru karlmenn hvattir til að taka þátt, einir sér eða jafnvel að hóa í félagana og stofna hóp. Þá er einnig bent á að tilvalið sé fyrir vinnustaði að skella í lið.
Meira