V-Húnavatnssýsla

Róbert Daníel áhugaljósmyndari var á ferðinni á Króknum í gær

Feyki hefur ótrúlega gaman að því að fá sendar myndir til að birta á Feykir.is og fengum við sendar nokkrar góðar frá Króknum. Róbert Daníel, áhugaljósmyndari, frá Blönduósi var á ferðinni á Króknum í gær með drónann sinn og smellti nokkrum góðum. Takk fyrir Róbert:)
Meira

22 dagar til jóla

2. desember er runninn upp og er hann númer 336 á þessu ári og því aðeins 29 dagar eftir. Í dag er alþjóðlegi kerta dagurinn og því við hæfi að kveikja á einu eða tveimur kertum. Einnig er alþjóðlegi körfuboltadagurinn í dag og gott að skella sér í smá körfubolta nú ef þú nennir ekki í smá boltaleik en átt fat bike þá er alþjóðlegi fat bike dagurinn í dag líka. Munum bara að njóta dagsins....
Meira

Útgáfuhóf bókarinnar Vetrardagur í Glaumbæ sunnudaginn 3. desember

Byggðasafn Skagfirðinga býður öll velkomin í Glaumbæ sunnudaginn 3. desember kl. 16-18. Útgáfuhóf bókarinnar Vetrardagur í Glaumbæ og sýningaropnun samnefndrar sýningar verða í Áshúsi þar sem hægt verður að skoða bókina og virða fyrir sér teikningar og málverk eftir Jérémy Pailler.
Meira

Nokkrir leikmenn Tindastóls valdnir í æfingahópa yngri landsliða KKÍ

Á Facebook-síðu Unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að eftirtaldir leikmenn Tindastóls hafa verið valdnir í æfingahópa yngri landsliða KKÍ. Um er að ræða leikmenn liða U15, U16, U18 drengja og stúlkna auk U20 karla og kvenna.
Meira

Friðargangan í fallegu veðri í morgunsárið

Hin árlega Friðarganga Árskóla fór fram í morgun en þá mynda nemendur skólans keðju á kirkjustígnum frá kirkju og upp á Nafir að ljósakrossinum. Ljósker er látið ganga milli nemendanna sem láta friðarkveðju fylgja með og þegar ljóskerið er komið að enda mannlegu keðjunnar er ljósið kveikt á krossinum við mikinn fögnuð viðstaddra. 
Meira

Bókin Fyrsti sjúkraflugmaðurinn er komin út

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum stórmerk bók um fyrsta sjúkraflugmanninn á Íslandi, Björn Pálsson. Jóhannes Tómasson skráði. Björn Pálsson var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Hann vann marga hetjudáðina og var kallaður „bjargvættur landsbyggðarinnar“ en hann var oft eina lífsvon sjúkra og slasaðra úti á landi. Hann fór í loftið þótt veðurútlitið væri allt annað en gott til flugs, svo ekki sé nú minnst á lendingarstaðina sem sumir voru varla meira en "lófastærð". Þetta er vægast sagt einstök lesning um einstakan mann og ekki seinna vænna að halda minningu hans á lofti, en Björn lést í flugslysi fyrir 50 árum og var þá ekki sjálfur við stýrið.
Meira

Fyllum Síkið í kvöld

Meistaraflokkur kvenna spilar í kvöld við KR í 1. deildinni og er nokkuð ljóst að þetta verður hörkuleikur því hér mætir Tindastóll toppliði deildarinnar. Leikurinn byrjar kl. 19:15 og því tilvalið að mæta aðeins fyrr og splæsa á sig eins og einum hammara fyrir leikinn svo orkulevelið sé í botni til að hvetja stelpurnar áfram. Koma svo Tindastólsfólk nú fyllum við Síkið fyrir stelpurnar okkar.
Meira

23 dagar til jóla

Í dag, 1. desember, eru 23 dagar til jóla. Feykir ætlar að telja niður í jólin og í leiðinni birta skemmtilegar Elf on a shelf hugmyndir sem fólki hefur dottið í hug að gera. Er það ekki bara skemmtilegt:)
Meira

Kiwanisklúbburinn Drangey í Varmahlíð með endurskinsvestin góðu

Það voru ánægðir krakkar sem gengu út úr 1. bekk í Varmahlíðarskóla í gær því félagar úr Kiwanisklúbbnum Drangey, ásamt fylgdarkonu úr lögreglunni, komu færandi hendi með endurskinsvestin góðu sem eiga eftir að koma að góðum notum, ekki síst í svartasta skammdeginu. 
Meira

Pétur Erlingsson valinn fyrirmynd í námi fullorðinna árið 2023

Um miðjan nóvember hlaut fyrrverandi, og aftur væntanlegur, námsmaður hjá Farskólanum, Pétur Erlingsson, viðurkenningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem Fyrirmynd í námi fullorðinna árið 2023 ásamt tveimur öðrum; þeim Beatu Justyna Bistula og Ómari E. Ahmed. Viðurkenningin var veitt á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem fram fór 14. nóvember sl. á Grand Hótel undir yfirskriftinni Rík af reynslu – lærum hvert af öðru. Viðurkenningin er veitt fyrir bætta stöðu á vinnumarkaði og í námi og komu tilnefningar víðsvegar að. 
Meira