feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
06.11.2023
kl. 10.02
Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi. Við höfum verið rækilega minnt á það að undanförnu hve mikilvægt það er að hafa varaflugvelli sem eru vel í sveit settir og bjóða upp á sem tryggast aðgengi, bæði úr lofti en ekki síður landleiðina þannig að ávallt sé hægt að koma farþegum áleiðis og um sem stystan veg. Jarðhræringar sem ekki sér fyrir endann á, skapa óvissuástand hvað varðar flug á Reykjanesi og við sáum hvernig staða getur komið upp, líkt og síðastliðinn vetur þegar vegsamgöngur á milli Keflavíkur og Reykjavíkur lokuðust vegna óveðurs. Hluta þess tíma var ekki hægt að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna skilyrða þar og aukinheldur lokaðist vegurinn landleiðina um tíma. Allan þennan tíma var hinsvegar, fært til Sauðárkróks og fullbúinn Alexandersflugvöllur hefði getað þjónað flugumferð til og frá landinu.
Meira