V-Húnavatnssýsla

Lokað á skrifstofum sýslumanns á Norðurlandi vestra

Skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki verða lokaðar föstudaginn 17. nóvember og mánudaginn 20. nóvember. Erindum má beina á nordurlandvestra@syslumenn.is eða innheimta@syslumenn.is en þeim verður svarað þriðjudaginn 21. nóvember. Bendum einnig á stafrænar umsóknir á vef ef við á.
Meira

Riða og bætur til bænda

Fyrir skömmu undirritaði matvælaráðherra breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé. Breytingin kveður á um að yfirdýralæknir geti framvegis lagt til við ráðherra niðurskurð á hluta þar sem riða greinist en ekki allrar hjarðarinnar líkt og reglugerðin hefur kveðið á um fram til þessa. Það er afar ánægjulegt að þessi breyting hafi loksins gengið í gegn og mikilvægt að vel takist til í framhaldinu.
Meira

Skýrslu um aðgerðir gegn riðuveiki skilað til matvælaráðherra

Í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu segir að sérfræðingahópur sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði 16. maí sl. hefur skilað skýrslu sem ber heitið „Aðgerðir gegn riðuveiki - ný nálgun með verndandi arfgerðum“.
Meira

Minkarækt leggst af í Skagafirði um áramót

Á Syðra- Skörðugili í Skagafirði hófst minkarækt árið 1983 en tveimur árum áður hafði verið byrjað á refarækt sem lauk árið 2002. Því hefur minkaræktin þar verið samfellt í fjörtíu ár. Nú er komið að tímamótum, greinin hefur átt undir högg að sækja síðustu átta ár og nú er komið að leiðarlokum. Feykir hafði samband við Einar E. Einarsson, loðdýrabónda á SyðraSkörðugili, sem segir þrátt fyrir allt að framtíðin sé spennandi, „er það ekki þannig að þegar einar dyr lokast að þá opnast aðrar.“
Meira

Þórður Ingi vann efstu deildina

Fjórða Kaffi Króks innanfélagsmót Pílukastfélags Skagafjarðar var 7. nóvember og mættu 19 einstaklingar til leiks. Spilað var í fjórum deildum að þessu sinni og var keppnin skemmtileg og spennandi eins og alltaf.
Meira

Fjölmiðlanefnd úthlutaði Nýprent ehf. rekstrarstyrk

Í vikunnu tilkynnti Fjölmiðlanefnd hvaða einkareknu fjölmiðlar fengu rekstrarstuðning árið 2023 en alls bárust 28 umsóknir þar sem alls var sótt um að upphæð 962 milljónum kr. Þremur umsóknum var synjað, því þær uppfylltu ekki öll skilyrði fyrir rekstrarstuðningi, en til úthlutunar voru rúmar 470 milljónir. Árvakur hf. og Sýn hf. fengu hæstu styrkina eða rúmar 107 milljónir hvor en Nýprent á Sauðárkróki, sem gefur út Feyki og heldur úti Feykir.is, fékk að þessu sinni stuðning sem nemur 5.950.249 kr.
Meira

Uppbyggingarsjóði bárust 103 umsóknir

Á vef SSNV kemur fram að miðvikudaginn 1. nóv. sl. rann út umsóknarfrestur um styrki til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2024. Alls bárust 103 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 221 milljón kr. í styrki. Er þetta aukning um 5% í umsóknum frá síðasta ári. Til úthlutunar eru rúmar 70 milljónir kr.
Meira

Pósturinn hættir fjöldreifingu á landsbyggðinni 1. janúar 2024

Í tölvupósti sem barst áðan til Nýprents segir að pósturinn hættir alfarið að dreifa fjölpósti frá og með 1. janúar 2024. Fjöldreifingu var hætt á suðvesturhorni landsins árið 2020 en fjölpósti var hins vegar áfram dreift á landsbyggðinni, einkum þar sem ekki var kostur á öðrum dreifingaraðila. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hætta þeirri dreifingu einnig. Þessar breytingar eiga eftir að hafa umtalsverða þýðingu fyrir útgáfu Sjónhornsins og sérblöðum Feykis eins og Fermingarblaðinu og Jólablaðinu því sá póstur flokkast sem fjölpóstur þar sem hann er ekki merktur viðtakanda og dreift í öll hús á tilteknum svæðum á Norðurlandi vestra. 
Meira

Formleg opnun tveggja nýrra vega og brúar

Í dag mánudaginn 6. nóvember klukkan 14:30 munu Sigurður Ingi Jóhannsson og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, opna formlega nýja Þverárfjallsveginn í Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá. Klippt verður á borða við ný gatnamót Þverárfjallsvegar og Skagastrandarvegar. Framkvæmdir hófust haustið 2021 og voru áætluð verklok í nóvember 2023. Umferð var hleypt á nýja veginn í síðasta mánuði. 
Meira

Uppbygging Alexandersflugvallar sem varaflugvallar

Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi. Við höfum verið rækilega minnt á það að undanförnu hve mikilvægt það er að hafa varaflugvelli sem eru vel í sveit settir og bjóða upp á sem tryggast aðgengi, bæði úr lofti en ekki síður landleiðina þannig að ávallt sé hægt að koma farþegum áleiðis og um sem stystan veg. Jarðhræringar sem ekki sér fyrir endann á, skapa óvissuástand hvað varðar flug á Reykjanesi og við sáum hvernig staða getur komið upp, líkt og síðastliðinn vetur þegar vegsamgöngur á milli Keflavíkur og Reykjavíkur lokuðust vegna óveðurs. Hluta þess tíma var ekki hægt að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna skilyrða þar og aukinheldur lokaðist vegurinn landleiðina um tíma. Allan þennan tíma var hinsvegar, fært til Sauðárkróks og fullbúinn Alexandersflugvöllur hefði getað þjónað flugumferð til og frá landinu.
Meira