V-Húnavatnssýsla

Gul viðvörun í veðurkortunum

Þá er.veðrið loks dottið úr hlutlausum og stafalogn, frostrósir og himinnblámi heyra sögunni til í bili. Það hlýnaði talsvert í dag og sú litla snjóföl sem lá yfir Norðurlandi vestra breyttist í hálku og því þurfa gangandi og akandi að gæta sín og vissara að fara varlega. Hlýindunum fylgdi sunnanrok en í nótt bætir enn í vindinn og það kólnar á ný. Veðurstofan hefur splæst í gula viðvörun á vestanverðu landinu og þar með talið á Ströndum og Norðurlandi vestra.
Meira

Jólavaka í Höfðaborg

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna. Notaleg kvöldstund í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi, fimmtudagskvöldið 14. desember kl. 19.30.
Meira

11 dagar til jóla

Það eru aðeins 11 dagar til jóla og eins gott að þú sért að verða búin/n að gera allt sem þú ætlaðir að klára fyrir jólin. Ertu t.d búin/n að baka allar sortirnar sem þú ætlar að bjóða upp á? Vonandi settir þú í piparkökur í gær því alþjóðlegi piparkökudagurinn var í gær. En í dag er alþjóðlegi ís og fáðu þér heitt súkkulaði dagurinn. Tillaga að kvöldmat er að fara út í búð og kaupa nokkrar tegundir af ís og bjóða upp á. Er nokkuð viss um að yngri kynslóðin yrði mjög sátt:) En svo er kannski spurning að útbúa jólaísinn í dag og sötra heitt súkkulaði á meðan í tilefni dagsins. Munum allavega að njóta en ekki þjóta:)
Meira

Lifandi tákn jólanna

Á vefnum í boði nátturunnar segir að Jólastjarna, eða jólarós, (e. Euphorbia pulcherrima) sé án efa frægasta jólaplantan og vinsæll kostur til að skreyta á aðventunni. Fáir vita að jólastjarnan er runnategund upprunninn í Mexíkó. Þar vex hún víða villt og getur orðið yfir fjórir metrar að hæð. Ræktun pottaplöntunnar, sem við þekkjum, fer þó fyrst og fremst fram í gróðrarstöðvum, sem sérhæfa sig í að láta hana blómgast á réttum tíma fyrir jólavertíðina.
Meira

Íbúum fjölgar um 0,7% á Norðurlandi vestra

Á heimasíðu Þjóðskrár segir að íbúum hafi fækkað í níu sveitarfélögum en fjölgað eða staðið í stað í 55 sveitarfélögum frá 1. desember 2022 til 1. desember 2023. Á Norðurlandi vestra eru fimm sveitarfélög í dag og fjölgaði í þrem þeirra. Aftur á móti fjölgaði íbúum í öllum landshlutum miðað við 1. desember 2022 og var aukningin á Norðurlandi vestra um 0,7%. Hlutfallslega var mesta fjölgunin á Suðurnesjum eða um 5,3% sem er fjölgun um 1.651 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 11.465 frá 1. desember 2022 til. 1. desember 2023 sem er um 3% aukning.
Meira

Lúsíur á ferð um Sauðárkrók á morgun

Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur í 6. bekk Árskóla á Sauðárkróki halda sína árlegu Lúsíuhátíð miðvikudaginn 13. desember og syngja Lúsíusöngva á ýmsum stöðum á Sauðárkróki. Nemendur hafa æft Lúsíusöngva af kappi undanfarið og þennan dag ætla þeir að gleðja bæjarbúa með hátíðlegum söng, klæddir Lúsíubúningum.
Meira

Pössum upp á dýrin okkar um jólin

Nú eru innan við tvær vikur í jólin og þeim fylgir að á nánast hverju einasta heimili er að finna eins og eina jólastjörnu, lilju, túlípana og/eða greni hvort sem það er grenitré eða grein sem búið er að skreyta. Þessar vinsælu jólaplöntutegundir eru hins vegar ekki svo góðar fyrir heimiliskettina, ef svo skemmtilega vill til að þú eigir einn eða tvo eða kannski þrjá slíka. Þessar plöntur hafa, því miður, mis mikil eituráhrif á ketti ef þeir innbyrgða þær og geta jafnvel leitt til dauða. 
Meira

Viktor Kári vann sjöundu umferð í Vetrarmótaröðinni

Sjöunda umferð í Vetrarmótaröðinni hjá Pílufélagi Hvammstanga fór fram fimmtudaginn sl. og var spilaður KRIKKET leikur. Í kvöld, þriðjudaginn 12. des., fer svo fram áttunda umferð og verður gaman að sjá hver nær að vinna þá keppni en spilað verður 501 DIDO.
Meira

Leikflokkur Húnaþings vestra frumsýnir Þyt í laufi

Síðustu vikur hefur Leikflokkur Húnaþings vestra verið að æfa leikritið Þytur í laufi- ævintýri við árbakkann. Leikstjóri er Greta Clough og er þetta fjórða barnaleikritið sem hún leikstýrir fyrir leikflokkinn en hún hefur komið að um 20 barnaleikritum í heild. Handritið var þýtt af Ingunni Snædal sem nýverið var valin í dómnefnd bókmenntaverðlauna Dyflinnar á Írlandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ingunn þýðir fyrir leikflokkinn en þýddi hún einnig handritið að Hér um bil Húnaþing sem leikflokkurinn sýndi 2017.
Meira

Vilja Snædísi Karen heim aftur

Á fundi Byggðaráðs Húnabyggðar sem haldinn var 7. desember sl. fer Byggðarráð Húnabyggðar á leit við Náttúrufræðistofnun Íslands um að sveitarfélagið fái til baka uppstoppað bjarnardýr sem fellt var 17. júní 2008 og var um árabil til sýnis í stjórnsýsluhúsi Blönduósbæjar, nú Húnabyggð. Húnabyggð er í mikilli uppbyggingu í ferðamálum og ósk þeirra um að fá bjarnardýrið til baka er mikilvægur þáttur í því að efla og setja styrkar stoðir undir ferðamannaiðnaðinn í sveitarfélaginu.
Meira