Lögreglustöðin á Hvammstanga verður mönnuð frá 1. september

Lögreglustöðin á Hvammstanga er að Höfðabraut 6. MYND AF SÍÐU HÚNAÞINGS VESTRA
Lögreglustöðin á Hvammstanga er að Höfðabraut 6. MYND AF SÍÐU HÚNAÞINGS VESTRA

Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að um langt árabil hafi það verið baráttumál sveitarstjórna í Húnaþingi vestra að á Hvammstanga verði mönnuð lögreglustöð. „Það er því ánægjulegt að greina frá því að með auknu fjármagni til lögregluumdæmisins frá dómsmálaráðuneytinu verður unnt að manna stöðina Hvammstanga frá 1. september nk.,“ segir í fréttinni.

Fram kemur að Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hafi verið ráðin stöðvarstjóri en samkvæmt Birgi Jónassyni lögreglustjóra er stefnt að því að á stöðinni verði tveir lögreglumenn sem sinni löggæslustörfum á svæðinu.

„Með þessu er öryggi íbúa, ásamt þeim sem fara um héraðið, aukið til mikilla muna, þjónusta sömuleiðis bætt auk þess sem föst viðvera og aukinn sýnileiki lögreglunnar hefur mikið forvarnargildi.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir