Skagafjörður

Skagfirski kammerkórinn fagnar 25 ára afmæli

Skagfirski kammerkórinn fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. Kórinn var stofnaður 6. janúar árið 2000 af fámennum hópi Skagfirðinga í stofunni á Syðstu-Grund. Þeirra á meðal var Sveinn Arnar Sæmundsson organisti og kórstjóri sem stjórnaði kórnum til ársins 2002.
Meira

Bláa boðinu frestað !

Vegna óviðráðanlegra orsaka verðum við að fresta bláa boðinu sem átti að vera miðvikudaginn 27. mars að Löngumýri.
Meira

Sóttu tuttugu og fimm kindur í Staðarafrétt

Farið var til eftirleita í Staðarafrétt sl. laugardag og náðust tuttugu og fimm kindur, sem voru víða af upprekstrarsvæðinu. Flestar voru kindurnar úr Hegranesi, eða níu talsins, sjö voru af Reykjaströnd, fimm úr Gönguskörðum, tvær af Langholti, eitt lamb frá Sauðárkrók og eitt úr Húnavatnssýslu.
Meira

Rokkkórinn heimsækir þrjú sveitarfélög

Nú næstu daga stendur mikið til hjá Rokkkórnum þegar hann verður með þrenna tónleika í þremur mismunandi sveitarfélögum. Fyrst verða tónleikar í Lindakirkju í Kópavogi þann 22. mars. nk., því næst verða tónleikar í Miðgarði í Skagafirði 27. mars og að lokum í Félagsheimilinu Hvammstanga 29. mars.
Meira

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum.
Meira

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir tekur við sem tímabundinn framkvæmdastjóri

Sagt var fá því í frétt fyrr í dag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og mun láta af störfum 1. apríl nk. Stjórn SSNV hefur ákveðið að ráða Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, verkefnastjóra SSNV tímabundið, sem framkvæmdastjóra til 1. september 2026.
Meira

Nýjung á heimasíðu safnsins

Fyrir þau sem hafa í hyggju að bjóða Byggðasafni Skagfirðinga grip geta nú nálgast eyðublað á heimasíðu safnsins þar sem hægt er að senda inn upplýsingar um gripinn.
Meira

Viðgerð á götulögn

Vegna viðgerða á götulögn hitaveitu við Sauðármýri verður lokað fyrir rennsli kl. 13:00 í dag, þriðjudaginn 18. mars.
Meira

Langþráður nýr björgunarbátur í Skagafjörðinn

Sl. laugardag afhenti FISK Seafood Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit nýjan björgunarbát að gjöf. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og boðar koma hans á Sauðárkrók byltingu í búnaði til sjóbjörgunar og sömuleiðis björgunarstörf á hinum mikilfenglegu en um leið viðsjárverðu vötnum héraðsins. Með tilkomu Öldunnar eru tveir öflugir harðbotna björgunarbátar beggja vegna í Skagafirðinum. Aldan er í vestri en að austanverðu er Skafti í eigu björgunarsveitarinnar Grettis.
Meira

Katrín segir upp sem framkvæmdastjóri SSNV

Í fundargerð SSNV frá 11. mars síðastliðnum kemur fram að Katrín M Guðjónsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri SSNV í um það bil tvö og hálft ár, hefur lagt fram uppsögn á starfi sínu með ósk um að láta að störfum hið fyrsta. Stjórn SSNV þakkaði Katrínu fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna og samfélagsins alls og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
Meira