Skagafjörður

Beint millilandaflug til Norðurlands: Lykill að fjölbreyttari og stöðugri ferðaþjónustu

Nýlega komu fyrstu flug easyJet frá London annars vegar og Manchester hinsvegar beint á Akureyrarflugvöll, flogið verður tvisvar í viku út mars. Þetta skiptir ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu gríðarlegu máli. Skagafjörður hefur alla möguleiki á að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn, hér eru fjölbreyttir útivistarmöguleikar, mikil saga og menning, fjöldi safna og sýninga, og náttúrufegurð allan ársins hring.
Meira

Ert þú með hugmynd að áhersluverkefni fyrir árið 2025?

SSNV auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2025. Áhersluverkefni eru hluti af Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029 og eru skv. samningi um sóknaráætlanir: „verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna“.
Meira

Fyrsta vél easyJet frá Manchester lenti á Akureyri

Í morgun hófst áætlunarflug easyJet frá Manchester til Akureyrar, en flogið verður tvisvar í viku út mars 2025. Þrátt fyrir hvassviðri tókst flugmönnum easyJet að lenda vélinni örugglega, og það sama má segja um flugmenn easyJet sem stýrðu vélinni sem kom frá London eftir hádegi. Umsvif easyJet á Akureyrarflugvelli hafa tvöfaldast með tilkomu flugferða frá Manchester frá því sem var síðasta vetur, þegar flugfélagið bauð upp á ferðir frá London í fyrsta sinn.
Meira

Aukinn stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði | Hannes S. Jónsson skrifar

Frá árinu 2007 hefur ferðasjóður íþróttafélaga fengið framlag á fjárlögum Alþingis og er ljóst að ferðasjóðurinn þarf að fá verulega hækkun á fjárlögum á næstu árum. Framlag ríkisins í ferðasjóðinn er beinn fjárhagslegur stuðningur við iðkendur í íþróttum og fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega íbúa landsbyggðarinnnar sem þurfa að fara um langan veg mörgum sinnum á ári til að taka þátt í keppni í skipulögðu íþróttastarfi. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands-ÍSÍ sér um úthlutun sjóðsins fyrir hönd ríkisins.
Meira

Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS

Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst. Við fjölskyldan erum nefnilega nýlega flutt á Sauðárkrók, en hingað komum við 1. maí.
Meira

Hátt í áttatíu landanir sl. tvær vikur á Norðurlandi vestra

Því miður var ekkert pláss fyrir aflafréttir í Feykisblöðunum sl. tvær vikur en í staðinn mæta þær á vefinn, öllum til mikillar gleði. Það er helst að frétta að 15 bátar lönduðu í Skagastrandarhöfn hátt í 817 tonnum í 62 löndunum.
Meira

Sólarhring bætt við gulu veðurviðvörunina

Hvassviðri er á mest öllu landinu og er gul veðurviðvörun ríkjandi. Gul viðvörun er á Norðurlandi vestra og hefur sú viðvörun lengst um sólarhring síðan í gær og gengur vindur ekki niður að ráði fyrr en í fyrramálið. Bálhvasst er í Skagafirði þar sem nú er sunnanátt en snýst í suðvestan þegar líður að hádegi og ekki minnkar vinduinn við það.
Meira

Förum betri vegi til framtíðar | Frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokks

Undanfarnar tvær vikur höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ferðast um kjördæmið víðfeðma sem við bjóðum okkur fram í til þjónustu og hagsmunagæslu. Áskoranirnar eru margar en það er kunnara en frá þurfi að segja hversu bágborið ástand vegakerfis er víðast hvar. Þó að framfarir hafi orðið á sumum svæðum á allra síðustu árum eru samt til staðar þjóðvegir sem lagðir voru fyrir rúmri hálfri öld og þóttu þá frekar bágbornir.
Meira

Gul veðurviðvörun og sumarhiti

Það er gul veðurviðvörun í gangi á Norðurlandi vestra sem stendur og fellur ekki úr gildi fyrr en undir hádegi á morgun, þriðjudag. Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan 15-23 m/s og vindhviður staðbundið yfir 30 m/s við fjöll. Varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Meira

Eilíf höfuðborgarstefna | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Sú byggðastefna sem rekin hefur verið hérlendis undanfarna áratugi hefur skilað þeim vafasama árangri að um 70% landsmanna búa á milli Hvítá í Árnessýslu og Hvítár í Borgarfirði. Á meðan berjast sveitarfélög utan þess svæðis við að halda uppi ákveðnu þjónustigi og vera búsetukostur sem laðar að nýtt fólk. Lengi hefur legið fyrir að sveitarfélögin þurfa að auka tekjustofna sína og fjölga íbúum. En hvernig?
Meira