Skagafjörður

Glæstur sigur varnarleiksins gegn liði Grindavíkur

Stólastúlkur héldu suður í Smárann í Kópavogi í dag þar sem gulir og glaðir Grindvíkingar biðu þeirra. Heimaliðið hafði unnið þrjá leiki af fimm en lið Tindastóls tvo af fimm í fyrstu umferðunum en síðast fengu stelpurnar okkar yfir 100 stig á sig gegn liði Þórs. Það mátti því reikna með að varnarleikur hafi verið undirbúinn og það var ekki laust við að liðin lagt mikið púður í varnarleikinn. Það voru Stólastúlkur sem leystu sín mál betur og þær náðu í einn sigur til viðbótar. Lokatölur 57-68 fyrir Tindastól.
Meira

Rithöfundakvöld Héraðsbókasafns Skagfirðinga

Rithöfundakvöld Héraðsbókasafns Skagfirðinga, sem fram fer á safninu miðvikudagskvöldið 20. nóvember kot hefst kl. 20, er árviss atburður sem margir bíða með eftirvæntingu. „Óhætt er að segja að það sé hápunktur starfsársins hjá okkur,“ segir Fríða Eyjólfsdóttir, starfsmaður bókasafnsins
Meira

Málæði í kvöld í tilefni af Degi íslenskrar tungu

Nemendur á unglingastigi Grunnskólans austan Vatna og Grunnskóla Húnaþings vestra tóku þátt í verkefninu Málæði á vegum List fyrir alla líkt og Feykir hefur sagt frá. Í kvöld verða krakkarnir síðan í Sjónvarpinu þar sem fylgst verður með þeim vinna við lögin sem þau sömdu ásamt útvöldum tónlistarmönnum. Lögin í Málæði eru þegar komin á Spotify og einfaldast að slá inn í leit Málæði 2024 og nemendurnir mega sannarlega vera rígmontnir með niðurstöðuna.
Meira

Saga fyrsta körfuboltaliðs Tindastóls komin á bók

Nú á allra næstu dögum kemur út bókin Saga körfuboltans á Sauðárkróki 1964-1971 en höfundur verksins er Ágúst Ingi Ágústsson sagnfræðingur, Króksari og kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Hann er einnig útgefandi bókarinnar. Eins og margur Skagfirðingurinn er Ágúst Ingi, sem er sonur Gústa Munda og Önnu Hjartar, illa haldinn af körfuboltabakteríunni og er áhuginn djúpur og víðfemur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Ágúst Inga en hann segir m.a. að með bókaútgáfunni hafi honum tekist að sameina menntun sína og helsta áhugamál; sagnfræðina og körfuboltann.
Meira

Leggst sauðfjárslátrun af á Hvammstanga og Blönduósi?

RÚV sagði frá því í vikunni að Kaupfélag Skagfirðinga hafi llagt til við stjórn Sláturhúss Kaupfélags Vestur-Húnvetninga að slátrun verði hætt í sláturhúsinu. Þetta staðfestir Þórunn Ýr Elíasdóttir, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga í samtali við RÚV. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á helmingshlut í sláturhúsinu á móti KS og þarf því að samþykkja breytingarnar.
Meira

Stólarnir tóku öll völd á lokakaflanum í Þorlákshöfn

Tindastóll gerði góða ferð í Þorlákshöfn í gærkvöldi en þar mætti liðið sprækum Þórsurum. Í kaffistofu Kjarnans á Króknum óttuðust menn nokkuð leikinn, enda sígilt að Stólarnir mæti særðum heimamönnum eftir að Þórsarar hafa fengið skell og þannig var það að þessu sinni. Heimamenn fóru enda kröfuglega af stað en þegar Stólarnir hnikluðu vöðvana þegar á leið þá var ekki sama hjartað í Þórsurum og vanalega. Eftir jafnan leik tók lið Tindastóls öll völd í fjórða leikhluta, vann leikhlutann 9-31 og leikinn 78-101.
Meira

Jólamarkaður á Skagaströnd

Næstkomandi laugardag 16. nóvember frá klukkan 13:00 - 17:00 verður jólamarkaður í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd. 
Meira

Sterkari sveitir eru allra hagur | Njáll Torfi, Björn Bjarki og Vilhjálmur skrifa

Reglulega kemur upp umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði. Í ritinu Ræktum Ísland, skýrslu Björns Bjarnasonar og Hlédísar Sveinsdóttur, er efninu gerð verðug skil. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað flutt frumvörp um ýmsar aðgerðir til að auðvelda ættliðaskipti á bújörðum.
Meira

Byggðarráð Húnabyggðar vill að KS komi fram við starfsmenn af virðingu

Í fundargerð byggðarráðs Húnabyggðar í gær er lýst yfir þungum áhyggjum af „...þeim fréttum sem nú berast frá Kaupfélag Skagfirðinga (KS) vegna hagræðingaraðgerða í starfsemi félagsins í kjölfar sameiningar KS og Kjarnafæði - Norðlenska hf. (KN). Áhyggjurnar snúa fyrst og fremst að þeirri óvissu sem ríkir um þær ákvarðanir sem búið er að taka, kynna á fundi og að því er virðist ekki fyrir starfsmönnum félagsins.“
Meira

Verið að hnýta lausa enda á kaupum KS á B.Jensen

Vefsíðan Akureyri.net segir frá því að Kaupfélag Skagfirðinga sé að kaupa fjölskyldufyrirtækið B.Jensen sem rekur sláturhús, kjötvinnslu og verslun á mótum Hörgársveitar og Akureyrar. Vefurinn hefur eftir Ágústi Torfa Haukssyni, framkvæmdastjóra Kjarnafæðis - Norðlenska, sem KS keypti fyrr á árinu, að samningar liggi í raun fyrir en verið sé að hnýta lausa enda.
Meira