Skagafjörður

Skagafjarðardeild RKÍ styrkir Hjálparlínuna 1717

Þeir eru ófáir sem hafa fengið hjálp eða stuðning eftir að hafa haft samband við Hjálparsíma Rauða krossins – 1717 – en nú vantar tugi milljóna til að standa undir rekstrinum. Stjórn Skagafjarðardeildar Rauða krossins hefur af þessu tilefnni ákveðið að afhenda Hjálparsímanum 1717 tvær milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu frá deildinni að vonast er til að aðrar deildir, félög og fyrirtæki fylgi fordæmi þeirra og styðji við þetta mikilvæga starf.
Meira

Undirbúningur fyrir byggingu menningarhúss þokast nær markinu

Feykir spurðist fyrir um stöðuna á hönnun á langþráðu menningarhúsi sem stefnt er á að rísi við hlið Safnahúss Skagfirðinga við Faxatorg, Það vita flestir að beðið hefur verið lengi eftir að framkvæmdir geti hafist og að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar sveitarstjóri er forvali vegna útboðsins "Menningarhús í Skagafirði - Hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði" nú lokið.
Meira

Fésbókarsíðan Skín við sólu fimm ára

Skagfirska fésbókarsamfélagið sem kallast Skín við sólu heldur upp á fimm ára afmælið þessa dagana. Það var snillingurinn Ómar Bragi Stefánsson sem setti síðuna á flot í upphafi Covid-faraldursins í mars 2020 þegar fólk fór vart á fætur nema kyrfilega sprittað, dúðað og með andlitsgrímu og beið síðan óþreyjufullt eftir fréttum frá þríeykinu sem lagði Íslendingum línurnar næstu tvö árin.
Meira

Hvernig hljómar íbúðabyggð á Nöfunum?

Opnaður hefur verið verkefnavefur þar sem hægt er að kynna sér vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040. Kynning vinnslutillögu er fram til 25. apríl nk. Á vef Skagafjarðar segir að markmið með gerð verkefnavefsins sé að kynna vinnslutillögu nýs aðalskipulags vel fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Meira

Líf og fjör í Lengjubikarnum

Lið Kormáks&Hvatar og Tindastóls spiluðu um helgina leiki í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Tindastólsmenn fóru austur á firði og gerðu góða ferð þangað á meðan að lið Húnvetninga mátti þola fjórða tapið í fjórum leikjum þegar þeir mættu Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ.
Meira

Skelltu í vöfflur í dag

Í dag er alþjóðlegi vöffludagurinn og því er tilvalið að skella í vöfflur. Ég ætla að deila með ykkur fjölskylduuppskriftinni sem hefur verið notuð síðan sautjánhundruð og súrkál og klikkar aldrei. Nú ef þið nennið ekki að setja í þessa auðveldu uppskrift þá mæli ég með Vilko pakkavöfflunum.
Meira

Byrjað að safna saman viðburðum í viðburðadagskrá Sæluviku

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði verður haldin vikuna 27. apríl - 3. maí nk.
Meira

Hvít pizza og vegan marengsterta | Feykir mælir með....

Í janúar er alltaf svokallaður Veganúar og fannst mér tilvalið að koma með tvo vegan rétti í matgæðingaþætti Feykis að því tilefni. Á heimasíðunni veganistur.is er að finna fullt af girnilegum vegan réttum sem ég efast ekkert um að séu góðir. Hef ekki ennþá fengið þá löngun að verða vegan en ætti í raun að vera það miðað við allt fæðuofnæmið sem ég er með. En það væri efni í langan og leiðinlegan leiðara sem enginn myndi nenna að lesa. En við skulum vinda okkur í fyrri uppskriftina. 
Meira

Fisk Seafood hlaut viðurkenningu í öryggis og umhverfismálum

Fimmtudaginn 20. mars var haldin í fimmtánda sinn forvarnaráðstefna VÍS í Hörpunni og var yfirskrift ráðstefnunnar „Vinnum með öryggi alla daga“. Ráðstefnan er ein sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem sérfræðingar og stjórnendur deila reynslu sinni af öryggis- og forvarnamálum. Sex erindi voru á dagskrá ásamt veitingu Forvarnaverðlauna til þeirra sem sýna fram á framúrskarandi árangur í öryggismálum.
Meira

„Þau kynni gengu aðallega út á að hlýja sér þegar maður kom hálf frosinn neðan úr Slipp“

Hann Björn J. Sighvatz býr á Sauðárkróki og nær því að vera einn af orginölunum á Króknum samkvæmt skilgreiningu Binna Júlla. Bjössi er giftur henni Drífu sinni og eiga þau tvö börn. Bjössi hefur unnið við kennslu í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðastliðin þrjátíu ár.
Meira