Skagafjörður

Samstöðufundur foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki var vel sóttur

Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans mánudagsmorguninn 18. nóvember s.l. Góð mæting var á fundinn og mættu bæði kennarar og foreldrar með börn sín.Tilgangur fundarins var að fá áheyrn byggðarráðs Skagafjarðar vegna yfirstandandi verkfalls leikskólakennara í Ársölum á Sauðárkróki og afhenda þeim undirskriftalista um áskorun þess efnis að sveitarstjórnarfólk þrýsti á samninganefnd SÍS að setjast við samningaborðið með KÍ og klára kjarasamninga. Einnig var sveitarstjórnarfólk brýnt til þess að standa við eldra samkomulag síðan 2016 um jöfnun launa milli opinberra starfsmanna og almenna markaðarins. Þegar listinn var afhentur voru komnar 147 undirskriftir.
Meira

Framboð af frambjóðendum nálgast hámark

Það styttist í þingkosningar og pólitíkusar á útopnu við atkvæðaveiðar. Í dag birti mbl.is viðtöl Stefáns Einars Stefánssonar við oddvita allra flokkanna sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi. Á miðvikudagskvöldið mun síðan Sjónvarpið semda út kjördæmaþátt Norðvesturkjördæmis kl. 18:10 á rhliðarrásinni RÚV2.
Meira

Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Traust og trúverðugleiki Kjósendur þurfa nú að vega og meta hverjum er best treyst fyrir stjórn landsins og hvernig samfélagi þeir vilja búa í á komandi árum. Kjósendur eru í raun að taka frambjóðendur flokka í atvinnuviðtöl og ráða síðan í framhaldinu í vinnu með almannahagsmuna að leiðarljósi næstu fjögur árin.
Meira

Skóli fyrir alla

Meira

Bændur og landið okkar í velsældarhagkerfi

Píratar hafa alltaf verið flokkur sem tala fyrir kerfisbreytingum í þágu samfélagsins. Vandamál nútímans eru nefnilega oftast kerfisbundin og til þess að fá öðruvísi niðurstöður er þörf á öðruvísi nálgun.
Meira

Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli

Á Sauðárkróki hafa verkfallsaðgerðir leikskólakennara haft víðtæk áhrif. Í lítilli, óformlegri örkönnun sem ég lagði fyrir foreldra í síðustu viku komu margslungin áhrif verkfallsins í ljós. Það sem mér finnst vera alvarlegustu áhrifin eru vanlíðan, óöryggi og óvissa foreldra og barna í samfélaginu.
Meira

Fallþungi yfir 17 kg á Norðurlandi vestra

 Bændablaðinu var fyrr í mánuðinum sagt frá því að meðalfallþungi lamba á landinu hafi verið 16,94 kg í ár sem er sá þriðji mesti í sögunni. Fallþunginn var mestur á Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Suðurlagndi þar sem hann var alls staðar vel yfir 17 kg. Meðaleinkunn fyrir gerð var 9,45 og 6,39 fyrir fitu.
Meira

Látum ljósin loga í sveitunum | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Íslenskir bændur lifa ekki af launum sínum, eru í stöðugum taprekstri og þurfa að vinna tvöfalt jafnvel þrefalt á við annað fólk. Það er mikilvægt að í nýju stuðningskerfi landbúnaðarins fái bændur mannsæmandi laun fyrir að sinna því mikilvæga samfélagshlutverki að framleiða matinn sem við hin þurfum á að halda, yrkja land og huga að umhverfinu. Matvælaframleiðsla er ekki aðeins mikilvæg fyrir heilsu almennings og efnahag, heldur einnig grundvöllur sjálfstæðis okkar sem þjóðar. Við verðum að horfast í augu við þá pólitísku staðreynd að án bænda verður enginn íslenskur landbúnaður.
Meira

Þórður Ingi er fyrsti meistari PKS

Meistaramót karla hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar fór fram í gær, laugardaginn 16. nóvember. Til leiks mættu 14 einbeittir félagar. Í úrslitum var það Þórður Ingi Pálmarsson sem stóð uppi sem sigurvegari og er því fyrsti meistari PKS.
Meira

Songs in the Key of Life gaf Gunnari hálfpartinn nýja sýn á tónlist / GUNNAR SIGFÚS

Að þessu sinni er það íbúi í Kópavogi sem svarar Tón-lystinni, Gunnar Sigfús Björnsson, bassaleikari af árgangi 1991. „Ég er fæddur á Sauðárkróki og uppalinn að miklu leyti á Varmalæk í Lýtingsstaðahrepp. Foreldrar mínir eru Björn Sveinsson frá Varmalæk og Sólveig Sigríður Einarsdóttir frá Mosfelli. Ég flutti að Mosfelli í Austur-Húnavatnssýslu fyrir grunnskóla og var í Húnavallaskóla en var þó mikið í Skagafirði líka,“ segir Gunnar Sigfús.
Meira