Samstöðufundur foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki var vel sóttur
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
18.11.2024
kl. 21.02
Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans mánudagsmorguninn 18. nóvember s.l. Góð mæting var á fundinn og mættu bæði kennarar og foreldrar með börn sín.Tilgangur fundarins var að fá áheyrn byggðarráðs Skagafjarðar vegna yfirstandandi verkfalls leikskólakennara í Ársölum á Sauðárkróki og afhenda þeim undirskriftalista um áskorun þess efnis að sveitarstjórnarfólk þrýsti á samninganefnd SÍS að setjast við samningaborðið með KÍ og klára kjarasamninga. Einnig var sveitarstjórnarfólk brýnt til þess að standa við eldra samkomulag síðan 2016 um jöfnun launa milli opinberra starfsmanna og almenna markaðarins. Þegar listinn var afhentur voru komnar 147 undirskriftir.
Meira