SSNV óskar eftir ábendingum um menningarhús á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.12.2024
kl. 08.46
Á heimasíðu SSNV segir að Í öllum sveitarfélögum, utan höfuðborgarsvæðisins, fer nú fram vinna við að safna gögnum um húsnæði eða staði þar sem fram fer menningar- og/eða listtengd starfsemi. Er þetta hluti af aðgerðaáætlun byggðaáætlunar og er markmið þessarar vinnu m.a. að efla menningarstarfsemi í byggðum landsins, í takt við meginmarkmið byggðaáætlunar sem er að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt.
Meira