„Brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu“

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Rússar hófu innrás í Úkraínu fyrir viku með tilheyrandi hörmungum fyrir íbúa svæðisins. Í fundargerð byggðarráðs Svf. Skagafjarðar frá í gær segir að byggðarráð fordæmi harðlega innrás Rússa og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar.

Í fundargerðinni segir orðrétt: „Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar. Byggðarráð lýsir yfir fullum stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga sama efnis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir