Skagafjörður

Bæði norðanliðin nokkuð sátt þrátt fyrir töp

Leikið var í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag en fyrst voru það Stólastúlkur sem mættu liði Selfoss og síðan voru það kapparnir í Kormáki Hvöt sem tókust á við lið Hauka úr Hafnarfirði. Bæði norðanliðin urðu að sætta sig við naumt tap í hörkuleikjum.
Meira

Saumaði milliverk með harðangurs- og klaustursaum í rúmföt

Jóna Halldóra Tryggvadóttir er fædd og uppalin á Hrappstöðum í Víðidal en býr á Hvammstanga og er gift Hjalta Jósefssyni og eiga þau þrjú börn, sjö barnabörn og fjögur langömmubörn.
Meira

„Þú átt vin fyrir lífstíð ef þú kemur vel fram við Finna“

Eftir mikið japl, jaml og fuður náði Feykir loks í skottið á Gunnari Þór Andréssyni frá Tungu í Gönguskörðum en hugmyndin var að fá kappann til að svara Degi í lífi brottfluttra. Þegar Gunni var loks kominn með snert af samviskubiti opnuðust flóðgáttir og frásagnir af lífinu í Oulu í Finnlandi streymdu fram. Dagurinn er því í lengra lagi að þessu sinni.
Meira

Grillaður kjúklingabringuborgari og heit eplakaka

Matgæðingur í tbl 25, 2021, var Valgerður Karlotta Sverrisdóttir en hún er fædd og uppalin á Sauðárkróki en býr í dag í Reykjavík. Þangað flutti hún árið 1996 og er gift tveggja barna móðir. Hún á þau Sverri Má, 16 ára sem byrjaði í framhaldsskóla síðasta haust, og Filippíu Huld, sem verður 21 árs í haust og er nemandi við HÍ að læra ensku. Valgerður menntaði sig sem kjólasvein en hefur unnið á lögfræðistofu í 15 ár en passar sig á að njóta lífsins.
Meira

Nafarbændurnir Stefán og Sigurjóna segja mikla lífsfyllingu fylgja því að stússast við kindurnar

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 30. nóvember sl. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 ásamt umhverfismatsskýrslu en vegna þess bárust athugasemdir og umsagnir frá 102 aðilum vegna aðalskipulagsins frá umsagnaraðilum, íbúum og öðrum aðilum, langflestar þeirra í formi samhljóða bréfs frá frístundabændum á Nöfunum, og vörðuðu fyrirhugaða stækkun íþróttasvæðisins á Nöfunum þar sem ekki var gert ráð fyrir frístundabúskap í framtíðarplönum Sveitarfélagsins.
Meira

Sænsku tvíburarnir Anton og Oskar Örth til liðs við Stólana

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við sænsku tvíburana Anton og Oskar Örth um að leika með meistaraflokksliðinu í sumar. Kemur fram á heimasíðu Tindastóls að þeir séu fæddir árið 1995 og hafi æft með liðinu frá því í byrjun febrúar.
Meira

Uppbygging 2. áfanga Sundlaugar Sauðárkróks hafin

Framkvæmdir eru að hefjast við uppbyggingu annars áfanga Sundlaugar Sauðárkróks byggt verður við núverandi sundlaug og komið fyrir setlaugum og rennibrautum ásamt því að hreinsi- og laugarkerfi verður endurnýjað. Vegna framkvæmda verður laugin lokuð í dag en stefnt er að því að opna aftur á morgun laugardaginn 12. mars.
Meira

5G er komið í þéttbýli Blönduóss

„5G er komið í þéttbýli Blönduóss,“ segir í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins en þeir sem eru með nýjustu útgáfu símtækja frá Apple, Samsung og Nokia geta nú loksins tengst því kerfi. Fyrstu 5G sendar Símans fóru í loftið á dögunum en um er að ræða 30 senda frá sænska fjarskiptafyrirtækinu Ericsson og eru þeir flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafa verið settir upp sendar á Egilsstöðum, Þorlákshöfn og Blönduósi.
Meira

Stólarnir rifu tvö stig með sér úr Hellinum

Lið Tindastóls vann fjórða leik sinn í röð í kvöld og þriðja leikinn á einni viku þegar liðið sótti hellisbúana í Breiðholtinu heim. Eins og vanalega þegar lið ÍR heldu partý þá var boðið upp á baráttu og spennu. Tindastólsmenn voru án Javon Bess en náðu að negla saman þokkalegasta varnarvegg og í sókninni steig Taiwo upp og sýndi listir sínar. Lokatölur voru 71-75 og Tindastólsmenn öruggir með sæti í úrslitakeppninni.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Beikonvafinn skötuselur og súkkulaðikaka

Matgæðingur vikunnar er Ragnar Helgason, fjármálaráðgjafi einstaklinga hjá Arion banka á Sauðárkróki. Ragnar er giftur Erlu Hrund Þórarinsdóttur, sérfræðingi í fjármálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, en saman eiga þau synina Mími Orra, Rökkva Rafn og Hugin Frey. Ragnar ólst upp í Varmahlíð, bjó um tíma í Reykjavík en flutti svo á Krókinn fyrir sex árum síðan og hér vill fjölskyldan vera.
Meira