Skagafjörður

Margrét þurfti „út úr skápnum“ með málverkin

Margrét Ólöf Stefánsdóttir er fjögurra barna móðir og amma, lyfjatæknir að mennt og starfar á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Hún er fædd og uppalin á Króknum en fluttist til Keflavíkur þegar hún var 13 ára með foreldrum sínum þeim Stefáni Valdimarssyni og Guðnýju Björnsdóttur. Þau fluttu aftur norður að þremur árum liðnum en Margrét varð eftir þar sem hún hafði kynnst strák sem síðar varð maðurinn hennar og saman eiga þau, tvær stelpur og tvo stráka.
Meira

Hefur flutt fjórum sinnum síðustu vikurnar

Feykir sendi einvalaliði nokkrar spurningar til að gera árið 2023 upp. Fyrstur til svara er þingmaðurinn knái af Reykjanesi, Vilhjálmur Árnason, sem er Skagfirðingur að upplagi og í báðar ættir. Hann býr í Grindavík og þar hefur allt titrað og skolfið síðustu vikurnar eins og allir þekkja.
Meira

Ef þú öskrar ekki CHA ættirðu kannski ekki að vera í partíinu mínu!? / DANÍEL LOGI

„Út vil ek.“ sagði Snorri Sturlu í denn og hugðist stefna til gamla Norvegs. Nú rak á fjörur Tón-lystarinnar alíslenskur norskur þungarokkari sem fer fimum fingrum um bassa í hljómsveitinni Dark Delirium – sem er svona sveit sem getur stillt magnarann á ellefu svo vitnað sé í þá ágætu rokk-sveitarmynd, Spinal Tap. Það er Króksarinn Daníel Logi Þorsteinsson sem um er að ræða.
Meira

Hrossin drógu mig í Skagafjörð

Þau eru mörg og margvísleg störfin sem þarf að sinna á blessaðir jarðarkringlunni okkar. Á Syðstu-Grund í Blöndhlíðinni í Skagafirði býr Hinrik Már Jónsson sem lýsir sjálfum sér sem rúmlega miðaldra hvítum karlmanni. Hinrik starfar i verslun Olís í Varmahlíð en ver einnig töluverðum tíma sem hestaíþróttadómari og gæðingadómari. Sem dómari þeytist hann um víðan völl og nú nýverið var hann við dómarastörf í Svíþjóð en annars hefur starfið dregið hann til starfa beggja vegna Atlantsála og að sjálfsögðu einnig á miðju Atlantshafinu, Íslandi. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Hinrik Má.
Meira

,,Sem betur fer lét þrjóskan mín dæmið ganga upp“

Bjarkey Birta Gissurardóttir býr á Sauðárkróki og er Skagfirðingur í húð og hár. Er í sambúð með Bjartmari Snæ og eiga þau saman tvö börn, þau Berg Aron og Sylvíu Sóleyju og hundinn Frosta.
Meira

Rabb-a-babb 221: Nesi Más

Nú er það Hannes Ingi Másson, körfuboltakappi og sölu- og þjónusturáðgjafi hjá VÍS, sem leggst í svæðisvörn með Rabbið. Hann gladdi nýverið stuðningsmenn Tindastóls með því að draga fram körfuboltaskóna á ný eftir að hafa leyft þeim að rykfalla sjálft meistaratímabilið. Nesi er fæddur á því herrans ári 1996 en vinsælustu bíómyndirnar það árið voru Independence Day, ský-strókaþrillerinn Twister og fyrsta myndin í Mission Impossible seríunni. Já og Ólafur Ragnar Grímsson var það ár kjörinn forseti Íslands.
Meira

„Þetta var besta stundin á atvinnumannsferli mínum“

Það er vonandi enginn búinn að gleyma ævintýrinu í vor þegar karlalið Tindastóls varð Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni. Í raun svo mögnuð og ótrúleg vegferð að dramað var stærra og snúnara en í nokkurri Hollywood-mynd. James Bond bjargar vanalega heiminum þegar tvær sekúndur eru til stefnu. Þetta var pínu rosalega þannig en bara betra. Þetta var liðssigur, sigur leikmanna, þjálfara og stuðningsfólks sem aldrei tapaði trúnni á sigur.
Meira

Gleðileg jól

Feykir óskar lesendum og landsmönnum nær og fjær gleðilegrar hátíðar.
Meira

„Draumadróninn verður sá sem ég get setið í sjálfur“

Það má sennilega fullyrða að gamla góða myndavélin, jafnvel þó hún hafi öðlast stafrænar víddir, eigi dálítið undir högg að sækja þessi misserin. Ástæður þess eru að sjálfsögðu snjallsímarnir sem alltaf verða magnaðri myndavélar og síðan drónarnir sem hafa gefið ljósmyndurum alveg nýja vinkla á myndefnið og ótal aðra skemmtilega möguleika til að fanga viðfangsefnin. Einn þeirra sem hafa tileinkað sér nýjustu tækni og vísindi í þessum geira er Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi með svo ótal mörgu fleiru, á Molastöðum í Fljótum.
Meira

Lærði krosssaum fyrir ári!

Kári Steindórsson flutti aftur heim á Krókinn eftir að hafa búið í Vestmanneyjum þegar hann hætti að vinna 2013. Kári var lengi til sjós og þekkir illa að sitja við og hafa ekkert fyrir stafni. Þegar fæturnir fara að láta undan og ekki hægt að vinna lengur þau störf sem áður voru unnin þarf að finna sér eitthvað til til handagagns. Kári fékk stelpurnar í Dagvistinni eins og hann kallar þær sjálfur til að kenna sér að sauma út og hefur nú lokið við „Litla riddarateppið“ sem er alls ekki svo lítið.
Meira