Völlurinn á Króknum ekki alveg til
„Nei, völlurinn næst ekki fyrir leikinn á morgun. Við náðum samkomulagi við andstæðinginn og KSÍ, þannig að við spilum útileik á morgun og verðum því með tvöfaldann leikdag hér 9. ágúst þegar bæði mfl kvk og mfl kvk leika heimaleiki föstudaginn fyrir Króksmót,“ sagði Adam Smári, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, þegar Feykir spurði hann í morgun hvort völlurinn væri klár fyrir leik karlaliðs Tindastóls..
Þá áttu Seltirningar í liði Kríu að mæta á Krókinn. Vonast var til að gervigrasvöllurinn á Sauðárkróki yrði tilbúinn 1. júní en verið er að ljúka viðgerðum eftir að völlurinn skemmdist í leysingum í vor.
Næsti leikur er áætlaður 4. júní en þá ættu Skallagrímsmenn að mæta liði Tindastóls.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.