Góðir gestir heimsóttu Háskólann á Hólum
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
01.06.2024
kl. 11.45
Í vikunni fékk Háskólinn á Hólum gesti frá háskólanum í Nýja Englandi (USA). Um var að ræða fjórtán nemendur og tvo kennara frá BSc í sjávar- og umhverfisvísindum sem heimsækja nú Ísland í tvær vikur til að kynna sér náttúrusögu Íslands. Þau hafa heimsótt Hóla á hverju ári síðustu fjögur árin.
Hópurinn fór í skoðunarferð um bleikjueldisstöðvarnar með Einari Svavarssyni. „Að því loknu [fékk hann] kynningu á áætlunum og rannsóknum fiskideildarinnar sem og áætlun okkar um framtíðaraðstöðuna á Sauðárkróki,“ segir í frétt á FB-síðu Háskólans á Hólum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.