Unnið að dýpkun Sauðárkrókshafnar

Grænu svæðin eru þau svæði þar sem dýpkað verður. MYND AÐSEND
Grænu svæðin eru þau svæði þar sem dýpkað verður. MYND AÐSEND

Nú er unnið að dýpkun og landfyllingu við Sauðárkrókshöfn. Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri Skagafjarðarhafna, segir verkið skiptast í eftirfarandi verkhluta; gerð fyrirstöðugarðs innan hafnar og viðhaldsdýpkun innan hafnar.

Fyrirstöðugarðurinn innan Sauðárkrókshafnar, við Hesteyri, hefur nú þegar litið dagsins ljós en það voru Víðimelsbræður sem unnu verkið. Efnið var að stórum hluta úr grjótvörn sem fyrir var á svæðinu.

Þá er nú unnið að viðhaldsdýpkun innan Sauðárkrókshafnar á þremur svæðum. Heildarmagn dýpkunarefnis er um 14.000 m3. Efni verður losað í landfyllingu við Hesteyri á hafnarsvæði. Markmið verksins er að auka öryggi hafnarinnar ásamt landvinningum á hafnarsvæðinu. Dýpkunin er unnin af Björgun.

Að sögn Dags lýkur dýpkun í næstu viku. Blaðamanni datt í hug að spyrja hafnarstjórann hvort framkvæmdirnar væru ekkert að trufla umferð stórra skipa um höfnina í ljósi þess að skemmtiferðaskip er í höfn í dag. Svarið var á þá leið að svo væri ekki, dýpkunarskipið gæti fært sig á milli staða. – Það er nefnilega bara þannig...

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir