Tillaga að deiliskipulagi vegna frístundabyggðar við Varmahlíð og samkeppni um götunöfnin

Það vantar nöfn á götur A og B. Ert þú með góðaar hugmyndir?
Það vantar nöfn á götur A og B. Ert þú með góðaar hugmyndir?

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti nú á dögunum tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð við Varmahlíð. Skipulagssvæðið er 27,8 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhóls. Í tillögunni er gert ráð fyrir 26 nýjum frístundalóðum í tveimur nýjum götum. Um leið er blásið til samkeppni meðal íbúa Skagafjarðar um nöfn á göturnar, merktar A og B á teikningunni sem hér fylgir

Fram kemur í auglýsingu sveitarfélagsins að settir eru fram byggingarskilmálar fyrir núverandi og nýjar lóðir. Í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2022- 2035 er svæðið skilgreint sem frístundabyggð. Tillagan er auglýst frá miðvikudeginum 5. júlí síðastliðnum til og með 16. ágúst 2023. Tillagan mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa í ráðhúsinu á Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is.

Hér eftir verður einnig hægt að skoða skipulagsmál í Skagafirði á nýrri skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is. Þar er jafnframt hægt að senda inn athugasemdir og ábendingar meðan á kynningartíma stendur. Hægt er að leita eftir málsnúmer fyrir frístundabyggð í Varmahlíð (295/2023).

Athugasemdir og ábendingar varðandi skipulagstillöguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 16. ágúst 2023.

Varðandi samkeppnina um nöfn á göturnar þá er hægt er að skila inn tillögum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu ráðhússins eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is til 16. ágúst nk.

Nánar upplýsingar >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir