Það er gott og gaman að taka þátt í atvinnulífssýningunni á Króknum
feykir.is
Skagafjörður
19.04.2023
kl. 09.13
Atvinnulífssýning verður haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 20. - 21. maí nk. líkt og áður hefur verið sagt frá. Feykir spurði Sigfús Ólaf Guðmundsson, verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála hjá sveitarfélaginu Skagafirði, hvernig gengi að selja pláss. „Skráningin gengur vel og er í fullum gangi. Síðast voru um 60 fyrirtæki og stefnum við á þá tölu í ár,“ segir Sigfús Ólafur. Síðast var atvinnulífssýning á Sauðárkróki vorið 2018.
„Við hvetjum fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, félagasamtök, frumkvöðla, framleiðendur, menningarfélög og aðra sem hafa eitthvað fram að færa til að taka þátt.“ Skráning stendur yfir á skagafjordur.is til og með 27. apríl nk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.