Stórhátíð á Stórhóli á sunnudaginn
feykir.is
Skagafjörður
17.08.2023
kl. 09.28
„Beint frá býli“ dagurinn er á sunnudaginn nk. og verður blásið til stórhátíðar á Stórhóli í Lýtingsstaðahrepp frá kl. 13 til 17 í tilefni af 15 ára afmæli „Beint frá býli“ verkefnisins.
Á staðnum verða:
- Félagsmenn „Beint frá býli“ á Norðurlandi vestra kynna og selja afurðir sínar.
- Afmæliskaka í boði „Beint frá býli“.
- Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps selur bakkelsi.
- Opið leiksvæði fyrir alla.
- Ferðaþjónustan á Lýtingsstöðum teymir undir börnum frá kl. 14 til 15:30.
- Geitur, kiðlingar og hvolpur.
Auk Stórhóls verða eftirfarandi framleiðendur að kynna og selja afurðir sínar:
- Austanvatna - Grillaðar veitingar og meðlæti beint frá býli
- Birkihlíð - Nautgripa og Sauðfjárafurðir
- Brúnastaðir - Geitaostar
- Hraun á Skaga - Sauðfjárafurðir og æðadúnsængur
- Garðyrkjustöðin Breiðagerði - Lífrænt ræktað grænmeti
- Sölvanes - Lífrænar sauðfjárafurðir
- Isponica - Grænmetissprotar
- Kaldakinn - Ýmsar kjötafurðir
- Hulduland - Egg, burnirót o.fl.
- Hvammshlíð - Birki og hvannaostar
Ekki eru allir með posa en hægt er að borga með pening eða millifæra á staðnum.
Það er ljóst að nóg verður um að vera á Stórhóli á sunnudaginn og tilvalið að gera sér rúnt fram í Lýdó.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.