Stólarnir glutruðu niður forystu í blálokin
Árborg 2 – 2 Tindastóll
0-1 David Toro Jimenez (´42)
0-2 David Toro Jimenez (´77)
1-2 Hrvoje Tokic (´89, víti)
2-2 Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson (´90+5)
Meistaraflokkur Tindastóls karla í knattspyrnu lagði leið sína á Selfoss í gær til að etja kappi við heimamenn þar í Árborg.
Liðin eru bæði í barráttu um að komast upp úr fjórðu deildinni og leikurinn því afar mikilvægur fyrir bæði lið. Fóru leikar þannig að liðin skiptu með sér stigum, lokastaðan 2-2.
Tindastóll var með pálmann í höndunum og leiddu 0-2 eftir mörk frá Spánverjanum David Toro Jimenez en glutruðu forystunni niður á 89. mínútu þegar heimamenn fengu vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr. Árborg gerði ferð Króksara frekar súra þegar þeir jöfnuðu metinn í blálokinn. Blaðamanni skilst að jöfnunarmarkið hafi verið svo glæsilegt að Guðmundur Gígjar sem skoraði það, muni aldrei skora viðlíka mark aftur.
Tindastóll er nú í fjórða sætinu, fjórum stigum frá öðru sætinu sem Árborg situr í. Líkurnar á því að komast upp um deild haldast þó ennþá á lífi og nú er komið að því að strákarnir sýni hvað í þeim býr þegar þeir mæta liði KH föstudaginn 18. ágúst á Sauðárkróki klukkan 19:15.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.