Skemmtiferðaskip í höfn á Króknum í dag

Lúxus skemmtiferðaskipið kemur til hafnar á Sauðárkróki og Drangey í baksýn. MYND: ÓAB
Lúxus skemmtiferðaskipið kemur til hafnar á Sauðárkróki og Drangey í baksýn. MYND: ÓAB

Skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse 2 kom til hafnar á Sauðárkróki upp úr kl. 8 í morgun í norðankalda en hitinn í Skagafirði er að skríða í tíu gráðurnar en ætti að hækka eftir því sem líður á daginn. Scenic Eclipse 2 er lúxus skemmtiferðaskip sem getur tekið 228 farþega og staldrar heldur lengur við en skipið sem heimsótti Krókinn fyrr í júlí en það lætur ekki úr höfn fyrr en um kl. 11 í kvöld á meðan hið fyrra var horfið út fjörð um kvöldmatarleytið.

Farþegar sem fara í land ættu alla jafna að fá ágætis hvíld frá hitabylgjum sem plaga fólk víða annarstaðar á hnettinum okkar fallega. Það virðist þó að þokan láti undan síga í dag þannig að Skagafjörður verði undir bláhimni góðan part dagsins.

Áður en sumarið verður yfirstaðið munu tvö skemmtiferðaskip til viðbótar hafa heimsótt Skagafjörð ef veður og vindar leyfa.

Heimasíða Scenic Eclipse 2 >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir