Skagfirðingasveit býður upp á útsýnisferðir upp á Tindastól
„Hefur þig alltaf dreymt um að standa á toppi Tindastóls og fá gott útsýni yfir fjörðinn okkar fallega?“ spyr Björgunarsveitin Skagfirðingasveit. Sá draumur getur nú ræst því sunnudaginn 23. júlí nk. mun björgunarsveitin bjóða upp á ferðir frá bílastæði við skíðalyftuna og upp að mastri.
Uppi á toppi Tindastóls getur fólk virt fyrir sér útsýnið í 30 til 40 mínútur áður en farið verður niður Stólinn aftur. Framtakið er liður í fjáröflun sveitarinnar fyrir nýjum bíl.
Fyrsta ferð verður farin klukkan 10:00 um sunnudagsmorguninn og kostar ferðin 10.000 kr. á hvern farþega.
Ef veður verður leiðinlegt og útsýni lítið mun sunnudagurinn 30. júlí hafður til vara.
Skráning er í síma 869-9245 eða á netfangið skagfirdingasveitskr@gmail.com.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.