Sigurbjörg ráðin yfirlæknir á HSN á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
16.05.2024
kl. 11.25
Sigurbjörg Ólafsdóttir, heimilislæknir, hefur verið ráðin yfirlæknir á HSN Sauðárkróki. Sigurbjörg lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2012 og hóf sérnám í heimilislækningum á HSN Sauðárkróki 2014. Hún hélt síðar til Svíþjóðar hvaðan hún lauk sérnámi árið 2020 og hefur síðan starfað þar á heilsugæslustöðvum sem heimilislæknir.
Við fögnum því að fá Sigurbjörgu aftur í okkar hóp og bjóðum hana hjartanlega velkomna. Samkvæmt frétt á síðu HSN kemur Sigurbjörg til starfa 1. september nk.
Sannarlega góðar fréttir fyrir Skagfirðinga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.