Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur BSRB til að athuga dómstólaleiðina telji það á sér brotið
Samningarfundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í gær án niðurstöðu. Í tilkynningu til fjölmiðla kemur fram að samninganefnd Sambandsins hafi ítrekað lagt fram ný tilboð og teygt sig mjög langt í því að mæta kröfum BSRB. Segir í tilkynningunni að sá samningur sem Sambandið hefur boðið BSRB innihaldi meðal annars 50.000 kr. til 60.000 kr. varanlega hækkun lægstu launa á mánuði frá 1. apríl 2023, og nær sú hækkun til um helmings félagsmanna.
110.000 kr. ávinningur á samningstíma
Í skeyti Sambandsins segir að eingreiðsluleið BSRB myndi skila hópi lægst launuðu félagsmanna BSRB hækkun launa á bilinu 37.000 kr. til 40.000 kr. á samningstímanum, auk eingreiðslu sem nemur 128.000 kr. Samkvæmt tilboði Sambandsins myndu lægstu laun hækka um 50.000 kr. til 60.000 kr. á mánuði frá 1. apríl 2023. Ávinningur lægst launuðu hópa starfsmanna sveitarfélaga á gildistíma samningsins yrðu 110.000 kr. umfram það sem sömu hópar hefðu fengið með eingreiðsluleið BSRB.
BSRB hafnaði hafnaði hækkun til félagsmanna frá 1. janúar 2023
Sambandið ítrekar þá afstöðu sína að krafa BSRB um eingreiðslu sé tilhæfulaus. Samningurinn sem félagið skrifaði undir í mars 2020 lá á borði BSRB í sex mánuði. Félagið var ítrekað hvatt til að skrifa undir samskonar samning og Starfsgreinasambandið gerði en hafnaði því. Sambandið hvetur félagið til að fara með málið fyrir dóm telji það á sér brotið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.